Saga - 1964, Síða 165
HOSAVÍKURVERZLUN 1 FRÍHÖNDLUN
157
maðurinn í íslenzku verzluninni og rak verzlun á Djúpa-
vogi, Skagaströnd og ísafirði og hafði ítök á fleiri stöð-
um. Hvorugur þessara manna vildi þó ganga í félag með
Hansteen né hefja verzlun á Húsavík á eigin spýtur, þar
eð þeir töldu sig hafa nóg á sinni könnu, eins og sakir
stóðu, enda höfðu þeir báðir orðið fyrir skipatjóni um
þetta leyti.
Ekki virðist sölunefnd hafa viljað bjóða Kyhn stór-
kaupmanni að taka við Húsavíkurverzlun, en hann rak
verzlun á Reyðarfirði, Vopnafirði, Akureyri og Siglufirði.
Mun það hafa stafað af því, að Kyhn átti löngum í brösum
við nefndina og rentukammerið, er hann hóf verzlun á
ýmsum ólöggiltum stöðum og hunzaði síðan, meðan við
varð komið, allar fyrirskipanir um að leggja slíkar verzl-
anir niður. Raunar var Kyhn líka heldur óvinsæll á Is-
landi sökum harðdrægni sinnar, en hið sama var að segja
um aðra þá kaupmenn, sem nefndinni þóttu koma til
g'reina.
Um þetta leyti átti Kyhn í miklum málaferlum við hina
fornu samstarfsmenn sína Örum & Wulff, og reyndar
hafði verið grunnt á því góða með honum og þeim fé-
lögum allt frá því, er þeir tóku að keppa við hann í verzl-
huinni eystra árið 1798, en þeir höfðu aðalbækistöð á
Eskifirði. Urðu þeir honum æ þyngri í skauti í samkeppn-
mni og vorið 1804 var sýnt, að þeir myndu einnig verða
hlutskarpari í málaferlunum.
Allar líkur mæltu þannig með því, að Örum & Wulff
^ttu eftir að verða mjög umsvifamiklir í íslenzku verzl-
Uuinni, og því ákvað sölunefnd að bjóða þeim Húsavíkur-
verzlun með vægum kjörum. Þeir félagar, sem höfðu þá
kynnzt vel öllum aðstæðum til verzlunar á kaupsvæði
Húsavíkur, voru þegar fúsir til viðræðna um málið, og
atti nefndin í samningaumleitunum við þá og Hansteen
niestan hluta maímánaðar og fram til 12. júní, er endan-
Mga var gengið frá samningum. Svo virðist, sem nefndin
hafi átt í nokkrum erfiðleikum með að fá Hansteen til að