Saga - 1964, Qupperneq 166
158
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
fallast með góðu á þessa lausn, en hann enn farið fram á
lán. Því neitaði nefndin algerlega, en féllst hins vegar á
að útvega honum eftirlaun sem gömlum starfsmanni kon-
ungsverzlunarinnar, og með því að eignir Húsavíkur-
verzlunar hrukku ekki fyrir skuldum hans við sölunefnd-
arsjóð, skyldi honum gefinn eftir afgangurinn af skuld-
unum.35
í greinargerð sinni til fjármálaráðuneytisins um þessa
samninga telur sölunefnd tapið af Hansteen miklu minna
en búast hefði mátt við eða innan við 6000 ríkisdali.36
En í raun og veru var tapið miklu meira, ef með er talin
eftirgjöf á vöxtum, sem hann fékk hvað eftir annað, 250
ríkisdala árleg eftirlaun, er hann fékk frá 12. júní 1804
að telja, og útistandandi skuldir við verzlun hans á Húsa-
vík, sem nefndin tók að lokum við á nafnverði. Þessar
skuldir hafði Hansteen upphaflega fengið til eigin um-
ráða, en uppgefizt á að innheimta þær, enda óhægt um
vik, eftir að hann var búinn að sleppa verzluninni. Töld-
ust þær vera tæpir 3000 ríkisdalir, þegar sölunefnd tók
við þeim árið 1806, og var þetta óneitanlega vonarpen-
ingur, þar eð langflestir skuldunautarnir voru fátækir og
ýmsir þeirra dánir.
Eftirlaunin þóttu Hansteen ærið lág og reyndi hann
hvað eftir annað að fá þau hækkuð, enda var mikil verð-
bólga á þessum árum. Þeim málaleitunum hans var þó
jafnan synjað, og er hans síðast getið í þessu sambandi
árið 1810, er honum var veitt 100 ríkisdala gjöf í það sinn
til viðbótar eftirlaununum.
V.
Eins og komið hefir fram hér á undan, var verzlunar-
ferill Hansteens á Húsavík ærið óglæsilegur og ekki ann-
ars að vænta en honum lyki við heldur lítinn orðstír. En
tap sölunefndarsjóðs af Hansteen og hans líkum var auð-
vitað smávægilegt miðað við það tjón, sem íslenzka þjóðin
beið af því, að slíkir menn réðu lögum og lofum í verzlun