Saga - 1964, Qupperneq 170
162
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
enda var það sú vara, sem kaupmönnum var jafnan lang-
verst við að flytja, sökum þess hve mikið fór fyrir því í
skipunum miðað við þann arð, sem það gaf í aðra hönd.
Jafnframt því sem Örum & Wulff birgðu Húsavíkur-
verzlun mun betur að matvörum en Hansteen hafði gert,
létu þeir skip sín koma við á Raufarhöfn. Þórður sýslu-
maður ræðir þetta mál í bréfi til rentukammers 10. sept-
ember 1805 og vísar til þess, að það hafi verið látið
óátalið, að Hansteen lét skip sitt stundum koma við á
Raufarhöfn, þótt öðrum væri bannað að verzla þar. Læt-
ur hann þcssvegna þá von í ljós, að Örum & Wulff megi
nú reka þar lausaverzlun frá skipum sínum 4 vikur á
hverju sumri, úr því að þeir hafi tekið við Húsavíkur-
verzlun.37
Vegna biturrar reynslu hefir sýslumaður álitið gagns-
laust að fara fram á, að föst verzlun yrði leyfð á Raufar-
höfn, en þess fóru Örum & AVulff hins vegar á leit og vildu
að sjálfsögðu fá algeran einkarétt til verzlunar þar. Varð
það úr, að rentukammerið leyfði þeim verzlun á Raufar-
höfn árið 1806, og komu þeir félagar sér þegar upp bæki-
stöð þar, sem var til mikilla bóta miðað við það, sem áður
hafði verið.
í leyfinu var raunar tekið fram, að með því væri Örum
& Wulff ekki veittur umbeðinn einkaréttur til verzlunar
á Raufarhöfn, en þó varð það þannig í reyndinni. Höfnin
var svo löggilt til bráðabirgða sem verzlunarstaður árið
1819, en endanlega löggildingu hlaut hún árið 1833.38
Eftir að Raufarhöfn var orðin löggiltur verzlunarstað-
ur, leið ekki á löngu, áður en röðin kæmi að Þórshöfn, því
að árið 1839 féllst rentukammerið á, að kaupmennirnir á
Vopnafirði og Raufarhöfn, sem voru Örum & Wulff.
mættu verzla á Þórshöfn næstu 3 árin. Var leyfið síðan
framlengt, þar til höfnin var löggilt sem verzlunarstað-
ur árið 1846.39
Þannig dróst það óneitanlega ærið lengi, að danska
stjórnin sinnti þeim miklu hagsmunamálum Norðurþing-