Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Blaðsíða 14
12
Aðcilgeir Kristjánsson
dalir og 48 sk., pappír nam 987 dölum og 68 sk. Hins vegar nam 1.504
dölum það sem kom í hlut Konráðs, og kallað var „Honorar“, og til að
standa straum af prófarkalestri.
Konráð Gíslason rakti sögu dansk-íslensku orðabókarinnar í bréfi
til innanríkisráðuneytisins 5. júlí 1851 og hvaða laun hann hafði þegið
fyrir að vinna verk sem tók tíu ár. Hann hafi alls veitt viðtöku 3.704
dölum og af þeirri upphæð hafi 300 dalir verið ferðastyrkur. Sakir
augnveiki hafi hann orðið að taka sér aðstoðarmenn og þeim hafi hann
orðið að greiða meira en 1.700 dali í laun.6 Collin hafði hugsað sér að
afgangurinn af ljárveitingunni sem veitt var til að prenta orðabókina
rynni til Konráðs til að bæta honum upp hlutfallslega lágan styrk.
Raunin hafi hins vegar orðið sú að enginn afgangur hafi orðið. Kon-
ráð bar fram þá ósk í lok bréfsins að sér yrði annaðhvort veittur 2.000
dala styrkur eða hann fengi til eignar þann hluta af upplagi orðabókar-
innar sem ekki væri þegar „disponeret", sakir þess að hann hefði orðið
að greiða aðstoðarmönnum sínum verulegar upphæðir og því borið
skarðan hlut frá borði.
Meðal gagna sem lúta að orðabókinni er prentuð skrá yfir íslenska
kaupendur — Subscribentliste. Hún er allrar athygli verð því að segja
má að allar stéttir eigi þar sína fulltrúa. Prestar eru Ijölmennastir og
nokkrir æðri embættismenn að auki. Þá eru í hópi kaupenda 14 skóla-
piltar, stúdentar, bændur og vinnumenn. Umboðsmenn og hreppstjórar
eru allmargir, svo og þeir sem titlaðir eru yngismenn og yngispiltar.
Verslunarstéttin er allfjölmenn, eitt lestrarfélag og ein prestsekkja.
Alls voru um 240 nöfn skráð en bókafjöldinn tæpum þremur tugum
betur. Til gamans má geta þess að nöfn Gísla Konráðssonar og fndriða
bróður Konráðs er að finna í röðum áskrifenda. Vert er að gefa því
gaum hve margir stúdentar og skólasveinar urðu til að kaupa orðabók-
ina og sýnir það glögglega að í hópi hinna skólagengnu var vaknaður
6 í bréfinu segir: „Naar der nu tages i Betragtning, at jeg er aldeles uden Formue
og ikke har havt andre Indtægter, end dem, der tilfaldt mig forst som arnamagnæansk
Stipendiar og siden som Lector ved Universitetet, sa vil det neppe overraske, naar jeg
tilstaaer, at jeg efterhaanden er kommen i en for mine Forhold trykkende Gjeld, der
har sin Grund deri, at næsten hele min Tid er bleven optaget af Ordbogens Udarbeidel-
se og selvfolgelig ikke har kunnet anvendes til Arbeider, der lovede en större Indtægt"
(Þjóðskjalasafn íslands, ísd. J. 10-1344 (2-8)).