Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Blaðsíða 192
190
Kristján Arnason
ingar. Hér verður ekki reynt að svara því til hlítar, en tilgátan er sú
að í málinu verði til hópur af sýndarmyndönum, eins og t. a.m.
-meter/metur, sbr. hexa'meter, baro'metur, og -ella, sbr. salmo'nella
og alcva'rella, sem notuð eru til að greina orðin i hljóðkerfislega
stofnhluta, þótt orðhlutalega og merkingarlega séð geti verið erfitt
að finna þeiin stað.
Hin meginspurningin, sem ósvarað er, er hvers vegna hámarks-
fjöldi atkvæða frá enda er þrjú, með öðrum orðum, hvers vegna glugg-
inn er þrjú atkvæði (e. t. v. að beygingarendingum undanskildum) en
ekki t. a.m. tvö eða fjögur. Þetta er greinilega ekki tilviljun og stendur
vafalaust í sambandi við það að í kerfum sem hafa víxlhrynjandi er
það stöku sinnum leyfilegt að hafa auka slag milli tveggja áherslna.
Þetta kemur fyrir bæði í færeysku (í orðum eins og 'almanna ,kunn-
gjord) og íslensku (í orðum eins og ’höfðingja,vald). Benda má á að
Hayes (1995) gerir ráð fyrir að hliðstætt því sem síðasta atkvæðið í
þríkvæðum enskum orðum eins og 'Pamela er látið mæta afgangi þeg-
ar greint er í áhersluliði, sé síðasta atkvæðið í orðum eins og höfðingi
skilið eftir utan áhersluliðar. Hjá Kristjáni Árnasyni (1983, 1985) er
því að vísu haldið fram að þessi atkvæði verði fyrir styrkingu sem á
sér stað utan orðasafns, en það breytir ekki því að frá sjónarmiði orð-
áherslunnar sem slíkrar er síðasta atkvæðið veikt. Þess vegna leyfist
það að orð eins og nafn tónskáldsins Katsa'turian er borið fram með
áherslu á þriðja síðasta atkvæðinu í færeysku og að því er mér virðist
alloft í íslensku líka.
HEIMILDIR
Allen, W. Sidney. 1973. Accent and rhythm. Cambridge University Press, Cambridge.
Bye, Patrik. 1996. Correspondence in the Prosodic Hierarchy and the Grid. Case Stu-
dies in Overlength and Level Stress. Cand. Philol.-ritgerð. Institutt for Sprák og
Litteratur. Háskólanum í Tromso, Tromso.
Chomsky, Noam & Morris Halle. 1968. The Sound Pattern ofEnglish. Harper & RovV
Publishers, New York.
Eiríkur Rögnvaldsson. 1981. t/-hljóðvarpogönnura~övíxl í nútímaíslensku. íslenskt
mál 3:25-58.
—. 1986. Islensk orðhlutafrœði. Málvísindastofnun Háskólans, Reykjavík.