Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Blaðsíða 177
Germönsk og rómönsk áhersla í fœreysku og íslensku 175
2.2 Sýndarsamsetningar
Tökuorð og erlendar slettur eru sérstaklega fróðleg íyrir þá sem rann-
saka vilja áherslulögmál tungumála. Ef orðhlutaleg bygging setur strik
í reikninginn og hefur áhrif á áherslumynstrin, má búast við því að
tökuorð, sem ekki hafa inni að halda innlenda orðhluta og eru orð-
myndunarlega ógagnsæ, en fylgja jafnframt almennum reglum um
áherslu, sýni þar með áherslureglurnar í sínu hreinasta formi. Ef gert
er ráð fyrir að grundvallarreglan um orðáherslu sé sú að fyrsta at-
kvæðið beri aðaláherslu og víxlhrynjandi komi ífam vegna þess að
myndaðir eru tvíliðir, má búast við að öll tökuorð hafi víxlhrynjandi,
eins og raunin var um orðin 'akva,rella og 'bíó,grafia. En svo merki-
lega vill til að þessu er ekki að heilsa með öll íslensk tökuorð. Til er
talsverður fjöldi tökuorða og erlendra nafna sem tíðkast í daglegu tali
og hegða sér að mörgu leyti eins og samsett orð, t. a. m. hvað það varð-
ar að aukaáhersla er ekki á þriðja heldur á ijórða atkvæði:
(7) 'karbóraúor 'Rachmanimoff 'Aristó,teles 'aristó,krat
bessi orð hafa áherslumynstur sem gæti virst benda til þess að þau
væru samsett úr liðum eins og karbóra- og -tor og aristó- og -krat og
aukaáherslan eigi rætur að rekja til seinni samsetningarliðanna, rétt
eins og þeir væru sjálfstæðir orðhlutar. Um orð af þessu tæi hefur ver-
ið notað orðið sýndarsamsetning. (Höfundur þessa orðs mun vera
Baldur Jónsson, enskt orð um þetta er pseudocompound, sbr. Hayes
1995:197, Kristján Árnason, 1992.)
Þetta bendir til þess að ekki sé allt sem sýnist um sum tökuorð, að
ekki sé alltaf sá grundvallarmunur á hljóðkerfislegri og orðhlutalegri
byggingu þeirra og innlendra orða sem virst gæti vera í fyrstu, og fleiri
dæmi benda í svipaða átt. í orðum eins og 'alma,nak, sem að jafnaði
hefur aukaáherslu á þriðja og jafnframt síðasta atkvæði, gæti virst svo
Sem eðlilegt væri að telja áhersluna algerlega hrynræna, þar sem um
er að ræða víxlhrynjandi. En hægt er að færa rök að hinu gagnstæða.
Sé litið á samsetningu eins og 'platalma ,nak, þar sem settur er nýr orð-
hluti fyrir framan orðið, og þessi fýrsti liður fær aðaláherslu orðsins,
kemur í ljós að aukaáherslan á -nak helst í stað þess að aukaáherslan
Taerist á þriðja atkvæði. Áherslumynstur með aukaáherslu á þriðja at-