Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Blaðsíða 125
123
Úr sögu íslenskrar málfrœðiiðkunar
nafnið sá og sýnir beygingu þess. í hinum síðari er aftur á móti sýnd
beyging samsettra nafnorða, nomen compositorum, en þar á Run-
ólfur eingöngu við nafnorð með viðskeyttum greini sem hann telur
vera persónufornafnið hann. Þeim kafla fylgir tafla um endingar
viðskeytta greinisins og er hún eina tilraunin sem hann gerir til
skipulegs yfirlits.
Osamsettum nafnorðum skiptir Runólfur í fjóra flokka eftir “end-
ingu” í nefnifalli eintölu eins og sýnt er í (1):
(1) Nafhorðaflokkar Runólfs Jónssonar
1. kvk.-orð sem enda á:
2. kvk.-orð sem enda á:
3. a) kk./hk.-orð sem enda á:
b) hk.-orð sem enda á:
4. a) kk./kvk.-orð sem enda á
b) hk.-orð sem enda á:
a (Kuinna)
b (Vomb (vörnb)), d (Naad (náð)),
fiTajf (töf)), g (Borg), k (Skaak), /
(,Saal), m (Skamm), n (.Baun), o
(Kloo (kló)), p (Greip), r (Vor), s
(.Droos (drós)), t (Ambaatt), u (Tru
(trú)), y (Mey) — og einsatkvæðis-
orð sem enda á -a; eignarfall -ar
d (Gud), / (fugl, hiol (hjól)), n
(hraffn), r (hestui; haar (hár)), 5
(bas (bás), glas), x (lax, fax)
b (lamb), e (sæde),f (haff (haf)), g
(trog), i (hei), k (bak), m (kaam
(kám)), o (hroo (hró)), p (skip), t
(spiot), u (bu (bú)); eignarfallið
endar á -5
e (krabbe, bræðe)
a (auga)
Runólfur gefur upp sex föll eins og í latínu, þ. e. a. s. almennu föllin
fjögur, en auk þeirra ávarpsfall og verkfærisfall. Með hverju beyging-
ardæmi er ábendingarfornafnið einnig beygt en af því telur hann
avarpsfallið vera í eintölu þu í fleirtölu þier. í verkfærisfalli notar
hann forsetninguna af.
Til fyrsta flokks nafnorða telur Runólfúr kvenkynsorð sem enda á
-a og er beygingardæmið kvinna, eins og áður segir. Það setur Runólf-
Ur upp svo (áf. merkir hér ávarpsfall og vf. verkfærisfall):