Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Blaðsíða 178
176
Kristján Arnason
kvæði er alveg óhugsandi: *'platal,manak. Enn fremur má benda á að
þegar þetta orð beygist, hegðar seinni liðurinn sér eins og síðari liður
samsetts orðs, þar sem w-hljóðvarpið nær einungis til a í síðasta at-
kvæðinu, eins og orðhlutaskil væru á undan því. Fleirtalan af orðinu
almanak er almanök og mynstrið alveg það sama og í samsetta orðinu
matargat, sem fær fleirtöluna matargöt. Það er því engu líkara en að
liðirnir sem nefndir eru í (8) hegði sér eins og þeir væru fullgildir orð-
hlutar (myndön) í íslensku.1 Munurinn er bara sá, að ekki er augljóst
að þessir liðir hafi neina sjálfstæða merkingu:
(8) -tor, -noff, -nak, -krat, -teles
2.3 Samspil orðáherslu og setningaráherslu
Orðáhersla og setningaráhersla spila saman, en um það gilda sérstak-
ar reglur hvaða liðir í orðasamböndum eru sterkari en aðrir. Megin-
reglan er sú að síðasti setningarliður fær mesta áherslu. Þannig er lík-
legast við „hlutlausar aðstæður“ að í setningum eins og (9) sé gœr og
Stínu sterkustu orðin, eins og gefið er í skyn með stórletrun. (Um setn-
ingaráherslu er nokkuð fjallað hjá Kristjáni Árnasyni 1995):
(9)a Jón kom í GÆR.
b Stebbi elskar STÍnu.
Verkaskiptingin milli upphafsáherslu og lokaáherslu í íslensku er því
nokkuð skýr, orð hafa upphafsáherslu en orðasambönd lokaáherslu.
Þannig fær samsetta orðið 'gamal,menni aðaláherslu á fyrri liðinn en
orðasambandið gamall 'maður fær aðaláherslu á seinna orðið.
1 Eins og bent er á í athugasemdum ritstjórnar er i/-hljóðpvarp allvíða bundið við
síðasta atkvæði orða, og ekki er alltaf augljóst að það megi rekja til þess að orðhluta-
skil hindri það. Hér má líta á orð eins og meóal og hérað, sem fá fleirtöluna meðöl og
héröð við hlið meðul og héruð. í þessum orðum nær w-hljóðvarpið einungis til síðasta
atkvæðisins, þar sem önnur sérhljóð en a fara á undan, og það er valfrjálst hvort hljóð-
varpshljóðið er u eða ö. Hér hafa menn viljað stinga upp á sérstakri veiklunarreglu
sem veiklaði ö í meðöl og breytti því í u: meðul. Þetta u geti svo aftur valdið hljóð-
varpi eins og sést af tvimyndum eins og bartönum - bönunum. Þessi „veiklun" getur
ekki orkað á almanak, né heldur matargat, og þetta staðfestir enn líkindin með hinni
raunverulegu samsetningu og sýndarsamsetningunni.