Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Page 31
Orðabókarstörf Konráðs Gíslasonar
29
send í prentsmiðju. Halldór Hermannsson segir að Dasent hafi ekki
viljað opna kassana fyrr til að trufla ekki Guðbrand við útgáfustarfið.
í kössunum hafi verið mikill hluti orðanna hreinskrifaður og sumt
með hendi Cleasbys (Halldór Hermannsson 1919:133).
Þegar Halldór skrifaði þetta vissi hann ekki um handritið að orða-
bókinni sem kom í leitirnar í safni Clarendon Press 1924, nú varðveitt
í Bodleiansafninu í Oxford sem MS. Icel. C 3-7. í frumútgáfu Cleas-
byorðabókar segir að auk mikils safns seðla hafi verið þrjú bindi í
fólíó í sendingunni frá Kaupmannahöfn 1869. I einu þeirra voru helstu
sagnir íslenskrar tungu skráðar með hendi Cleasbys, í öðru nafnorð,
smáorð og fornöfn og í því þriðja forsetningar. Þessi sending hafi ver-
ið í tveimur kössum.16 Það sem hér segir stangast verulega á við það
sem segir í bréfi Konráðs til Kriegers 18. nóvember 1869 og áður er
vitnað til nema kassaijöldinn er sá sami. Guðbrandur Vigfússon kann-
aði þessi handrit í ágústmánuði 1873 og segist hafa gefið þeim eins já-
kvæðan vitnisburð og hægt væri. Hann staðhæfir að Dasent hafi aldrei
kannað þau sjálfur, það hafi hann einn gert, en taldi að handritin hefðu
lítið bókmenntalegt gildi (Knowles 1980:170).
Dr. Jón Þorkelsson skrifaði eftirmæli um Guðbrand Vigfússon og
gat þar um þátt hans í útgáfu orðabókarinnar og segir: „Þá fyrst þegar
búið var að prenta mikið af orðabókinni og handritið búið undir prent-
un, komu frumritin Cleasby’s að nokkru af henni frá Kaupmannahöfn,
allt eftir dúk og disk, þegar engin tök voru á að nota þau framar. Hitt
hafði Konráð brennt allt, nema dálítið sýnishorn, sem enn er til og
hann hafði selt Árnasafni 1856. Hafði Konráð haldið orðabókinni hjá
sér og notað við rannsóknir sínar“ (Jón Þorkelsson 1894:15—16).
3.3 Hlutur Konráðs í orðabók Cleasbys
Erfitt er að gefa tæmandi svar við þeirri spurningu hver hlutur Kon-
ráðs var i orðabók Cleasbys. Hann vann að henni í 14 ár. Fyrst um sjö
ára skeið sem samstarfsmaður Cleasbys, þar sem hann skipulagði
orðabókina að öllu leyti eftir því sem hann sjálfur segir. „Allar vanda-
sömustu greinarnar eru alfarið mitt verk“, voru hans eigin orð (Aðal-
16
Cleasby 1874: lii-liii.