Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Blaðsíða 240
238
Ritdómar
að gaman sé nafnorð). Þeir fara ósjálfrátt eftir setningarlegum einkennum og stig-
breyta ótrauðir með því að nota hjálparorðin meira og mest og segja meira gaman -
mest gaman líkt og meira hissa - mest hissa. Samkvæmt því fara þeir og margir aðrir
með orðið gaman í þessu sambandi eins og óbeygjanlegt lýsingarorð. Það er líka í
samræmi við þá staðreynd að flestir nota líklega atviksorð eins og mjög með orðinu
gaman þegar það er notað á þennan hátt: Það var mjög gaman i bíó, sbr. Það var mjög
skemmtilegt i bíó. Enginn segir *Það var mjög skemmtun í bíó því atviksorð standa
ekki með nafnorðum en skemmtun er víst aldrei annað en nafnorð. En af því að gaman
er augljóslega nafnorð í sumum tilvikum (sbr. að það fallbeygist og tekur með sér
greini í samböndum eins og Núþykir mér kárna gamanið) er hætt við að þeir sem eru
óvanir því að líta á setningarleg einkenni orða séu tregir til að fallast á setningafræði-
legar röksemdir fyrir því að orðið gaman geti í öðrum tilvikum verið lýsingarorð enda
er þess ekki getið í Islenskri orðabók.
í yfirliti yfir nafnorðabeygingu eru beygingarflokkar sterkra og veikra nafnorða
sýndir. Ymis vafaatriði í beygingum verða ekki fundin í orðabókum. Margir hafa ekki
á tilfinningunni hvort þgf. ýmissa sterkra karlkynsorða fær endinguna -i eða er end-
ingarlaust (t. d. dalur; frá dal eða daliT), eða hvort ef. ft. veikra kvenkynsorða hefur
endinguna -na eða -a (t. d. hosa; til hosna eða hosal). Bókarhöfundur bendir á tvær
reglur sem styðjast má við í þessum efnum. Hann segir að -na endingin virðist vera
að breiðast út og fái langflest veik kvenkynsorð hana (nema þegar það leiðir til orð-
mynda sem verða erfiðar í framburði eins og *liljna). Málið er þó kannski eitthvað
flóknara en þetta. Höfundur bendir einnig á að þgf. sterkra karlkynsorða endi oftast á
ef stofninn endi á tveim eða fleiri satnhljóðum (hundur- hundi) en sé yfirleitt end-
ingarlaust ef stofninn endar á einu samhljóði (dalur - dal). En þágufallsendingin hef-
ur raunar verið lengi á reiki og er líklega ekki ástæða til að hafa áhyggjur af því.
Beyging óreglulegra orða er yfirleitt ekki sýnd í handbókinni en í formála bendir
höfundur á að beygingu slíkra orða sé oft að finna í Réttritunarorðabók handa grunn-
skólum. Óregluleg karlkynsorð eru þó tilgreind í handbókinni, en helst má skilja að
upptalningin sé ekki tæmandi heldur séu aðeins tekin dæmi af handahófi.
Beygingardæmi nokkurra kvenmannsnafna og óreglulegra kvenkynsorða eru sýnd.
Mér finnst óþarfi að sýna beygingu sérnafnanna í fleirtölu en rétt væri að telja upp
óreglulegu kvenkynsorðin (t. d. hönd og mœr), eins og karlkynsorðin, og einnig þarf
að geta um sterku kvenkynsorðin sem enda á -i í nefnifalli en beygjast að öðru leyti
eins og hildur: eyri, heiði, helgi, meri, mýri o. fl., auk festar sem í handbókinni er tal-
in veikrar beygingar, ásamt gersemi, sem ýmist er talin veikrar eða sterkrar beyging-
ar í orðabókum. Einnig væri kostur að vísa hér á grein 2.4.4, um brottfall samhljóða
úr stofni, til að skýra hvers vegna orð eins og skel, hel og stöð hafa viðskeytin -j- og
-v- í sumum follum.
í athugasemdum um beygingu sterkra hvorugkynsorða væri rétt að geta þess að
tré, hné og fé fá ekki endinguna -i í þgf.et. og að ef.et. affé er fjár. Einnig væri gott
að vísa á grein 2.4.4, um brottfall samhljóða úr stofni, sem skýrir hvers vegna orð eins
og nes, nef fen, ber og sker hafa viðskeytið -j- í þgf.og ef.ft. Ef til vill mætti fljóta
með að ker er -ý-laust í þessum föllum í máli flestra, sbr. keraskáli, leirkerasmiður.