Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Blaðsíða 157
155
Úr sögu íslenskrar málfræðiiðkunar
jór en i hvorugkyni barn, folald, sumar og bú og beyging forna máls-
ins sýnd þar sem hún er frábrugðin, t. d. að nf.et. af armur hafi verið
armr, þgf.ft. af'jórjóm. Á þetta við um alla flokka.
Talin eru upp dæmi um orð sem beygjast eins og skýringardæmin
og athugasemdir fylgja hverju dæmi. T. d. beygjast eins og hamar orð
með stofnlægu l, n, r, eins ogfolald orð með hljóðvarpi í afleiðsluend-
ingunni í ft. en án samdráttar, þ. e. folöld, folöld, folöldum, folalda, í
orðum sem beygjast sem sumar verði hins vegar brottfall sérhljóðs,
þ. e. þgf.et. sumri, þgf.ft. sumrum, ef.ft. sumra.
Sem dæmi um rra-stofna eru beygð dæmin söngur (kk.) og högg
(hvk.), um /ú-stofna niður (kk.) og net (hvk.) og um /a-stofna lœknir
og kvœði.
Lœknir er sýnt beygt á tvo vegu, annars vegar eins og í fornmáli,
hins vegar eins og í talmáli:
(41) Beyging orðsins lœknir hjá Jakobi Smára
nf. forn- og ritmál et. ft. lækn-ir lækn-ar talmál et. læknir ft. læknirar
þf. lækni lækn-a læknir læknira
þgf- lækn-i lækn-um læknir læknirum
ef. lækn-is lækn-a læknirs læknira
bannig segir Jakob að beygist öll karlkynsorð sem endi á -ir nema fað-
ó' og bróðir. Þó er tekið fram að hellir beygist nú oftast eins og ham-
ar, þ. e. í ft. hellrar, hellra, hellrum, hellra.
o-stofnum, sem eingöngu eru í kvenkyni, er einnig skipt í fernt:
hreina o-stofna, vvo-stofna, ýo-stofna og /o-stofna. Beygingardæmi o-
stofna eru sin, kerling og á, beygingardæmi wo-stofna stöð,jo-stofna
ben og /o-stofna reyður og heiði. Lengst er umfjöllunin um /o-stofna
°g orð sem beygjast eins og heiði. Þau enduðu á -r í nf.et. í fornu máli,
heiðr.
Til /-stofna teljast bæði karlkyns- og kvenkynsorð. Ekki er um
neina undirflokka að ræða. Beygingardæmi í karlkyni eru lýður, sem
endar á -s í ef.et., staður, sem endar á -ar í ef.et., og belgur sem bæði
endar á -s og -ar í ef.et. Beygingardæmi í kvenkyni eru öxl, grund