Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Blaðsíða 171
Germönsk og rómönsk áhersla í fœreysku og íslensku 169
tekið orðáhersluna, og svo er enn í nútímamálinu, þótt undantekning-
ar séu til. Orð eins og 'almost í ensku og 'unsanft í þýsku, þar sem for-
skeytin taka áhersluna, benda einnig til þess að reglan hafi miðast við
orð, en dæmi úr samtímanum, eins og enska al'mighty og þýska
un'glaublich, benda hins vegar til þess að orð hafi getað byrjað á
áherslulausum forskeytum. Saga orðáherslu, lengdar og annarra hryn-
þátta í germönskum málum snýst annars vegar um það hvaða heima-
fengnar breytingar urðu á kerfinu og hins vegar um það hvernig hin
rómönsku áhrif birtust.
Þótt atkvæðaþungi sé ekki talinn hafa haft áhrif á staðsetningu
áherslunnar í frumgermönsku, verður samt sem áður að telja að þar
hafi verið gerður greinarmunur á þungum og léttum atkvæðum því
bæði í norður- og vesturgermönsku sjást merki um slíka aðgreiningu.
Þannig er ótvírætt að í dróttkvæðum kveðskap var ekki leyfilegt að
enda linur á orðum sem höfðu létt áhersluatkvæði, þ. e. a. s. orðmynd-
um eins og tala og litu o. s. frv., þar sem eitt samhljóð fylgir stuttu sér-
hljóði. Hins vegar höfðu þessi atkvæði áherslu og gátu tekið þátt í
myndun risa í kveðskap. Því hefur verið haldið fram að bæði í drótt-
kvæðum og í norrænum og vesturgermönskum kveðskap, sem fylgir
fornyrðislagi og skyldum háttum, hafi komið fyrir klofin ris, sem svo
eru kölluð, þar sem tvö létt atkvæði tóku þátt í að bera eitt ris í bragn-
um (sbr. t.a.m. Kristján Árnason 1991:128-30). Svo sem kunnugt er
hafði hljóðdvalarbreytingin það í for með sér að í flestum norrænum
mállýskum varð lenging á sérhljóði eða samhljóði, sem gerði út af við
uuininn á léttum og þungum atkvæðum, og nú eru öll áhersluatkvæði
þung í þeim skilningi að annaðhvort eru sérhljóð þeirra löng eða eftir-
farandi samhljóð lokar atkvæðinu. Það eru þó til mállýskur í Skand-
'uavíu sem viðhalda þessum mun eða hafa þróast á aðra lund, og í
dönsku geta áhersluatkvæði verið stutt (sbr. Kristján Árnason 1980,
Riad 1992, Bye 1996).
h4 Evrópustaðallinn
Eins og áður hefur komið fram, þá hafa germönsk mál í Evrópu orðið
fyrir miklum áhrifum frá latínu, og áherslureglur margra Vestur-
Evrópumála minna talsvert hverjar á aðrar. Þetta áherslumynstur