Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Blaðsíða 173
Germönsk og rómönsk áhersla í fœreysku og íslensku 171
kvæði, en orð eins og e'sophagus ‘vélinda’ og 'libido ‘girnd’ hafa
áherslu á þriðja síðasta atkvæði. Ekki er hægt að gera grein fyrir þessu
með reglu nema greina á milli spenntra sérhljóða, eins og [ei] og [ai],
og slakra sérhljóða eins og [a] og [i]. Hér mætti skjóta inn spurningu
um hvort hægt sé að rökstyðja þessa aðgreiningu með óháðum rökum,
þ. e. öðrum en þeim sem lúta að áherslumynstrinu. Hvað sem því líður
nýtur þessi hugmynd talsverðra vinsælda meðal málfræðinga og menn
hafa stungið upp á að beita svipuðum aðferðum við hin tungumálin.
Þannig gera Trommelen og Zonnefeld (1994) ráð fyrir að í hollensku
gildi svipuð regla og í ensku. Ekki er þó víst að þetta gangi alltaf upp.
T.a.m. hafa mál eins og sænska lágmarkspör eins og kaffe [Tchaf:e]
‘kaffi’ og kafé [kha'fe:] ‘kaffihús’, þar sem eini munurinn virðist vera
hvort áherslan er á fyrra eða seinna atkvæðinu. (Eins og sést af hljóð-
rituninni hefur áherslan aftur áhrif á lengd hljóðanna, ekki ólíkt og í
íslensku.)
Þótt Evrópumálin germönsku séu öll á svipuðu róli, er staðallinn
því ekki alveg fast njörvaður niður, eins og fram hefur komið, og dá-
lítið er breytilegt hvernig málin hegða sér. Það er t. a. m. athyglisvert
að meginlandsmálin og þau norrænu hafa að jafnaði áhersluna aftar en
enskan. Þetta sést af dæmum eins og enska 'nature, sbr. sænsku na'tur
‘náttúra’, enska 'patriot, sbr. sænsku patri'ot, þýsku Patri'ot ‘föður-
landsvinur’ og enska 'family, sbr. hollensku fa'milie ‘fjölskylda’.
Annað atriði sem er breytilegt meðal tungumálanna sem fylgja
»Evrópustaðlinum“, er það hvernig háttað er tengslum milli atkvæða-
þunga og áherslu. Eins og fram hefur komið eru öll áhersluatkvæði í
íslensku löng, eða þung eins og sagt er, og má rekja það, að minnsta
kosti að hluta, til lengdarreglunnar sem tryggir að kjarnar atkvæða
hafa annaðhvort löng sérhljóð eða enda á samhljóði. Þetta gildir líka
um færeysku, og að breyttu breytanda um norsku og sænsku. 1 ensku
getur áherslan hins vegar fallið á létt atkvæði og því er stundum haldið
fram að í orðum eins og nafnorðinu citizen ‘borgari’ sé á ferðinni tví-
kvætt áherslustæði (e. stress matrix) þannig að tvö atkvæði beri sam-
au eina áherslu (sbr. Allen 1973). Sama lögmál gildir í þýsku og þarna
sker danskan sig frá öðrum Norðurlandamálum því þar geta áherslu-
ufkvæði verið létt (sbr. Kristján Árnason 1980: 60-94). Þetta minnir
uð sjálfsögðu á það sem gilti í fornu máli; að létt atkvæði gátu ekki ein