Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Page 248
246
Ritdómar
jy
4. Lokaorð
Form bókarinnar og efnistök eru að ýmsu leyti vel til þess fallin að auðvelda nemend-
um að nýta sér málfræði. Efhið er yfirleitt sett ffam á skipulegan hátt og höfundar ná
nokkuð vel að draga fram aðalatriði þótt kaflamir séu misjafnir. Hljóðffæðikaflinn (4.
kafli) er frábær, setningaffæðikaflinn (3. kafli) og merkingarfræðikaflinn (2. kafli) eru
ágætir en kaflarnir um hljóðkerfisfræði (5. kafli) og orðhlutafræði (6. kafli) eru ófull-
nægjandi. Gott hefði verið að hafa æfingar á eftir hverjum kafla og það vantar
heimildaskrá. Sá galli er einnig á bókinni að svo til ekkert er vísað í ítarefni. í bók
Fromkin og Rodmans (1978 og siðar) og bók O’Gradys (1993) er ítarefnislisti á eftir
hverjum kafla og í bók Borgstroms Innfaríng i sprogvidenskap (1963) er ítarefnislisti
aftast í bókinni (bls. 158-160). Dæmi í bókinni em nær eingöngu norsk. Sémorskt efni
torveldar notkun hennar utan Noregs þótt norska henti ekki verr en hvert annað mál til
þess að sýna aðferðir málvísindanna. Samt hefðu að ósekju mátt vera fleiri dæmi úr
öðrum málum eins og þýsku, frönsku og ensku. Höfundarnir eiga það sameiginlegt að
skrifa lipran stil sem ætti að vera skiljanlegur flestum Islendingum. Norskt bókmál er
auðvelt viðureignar fyrir þá sem lært hafa dönsku en nýnorskan er strembnari til að
byrja með.
Niðurstaða okkar er sú að bókin Innfering i lingvistikk er ekki fullnægjandi sem
námsbók í inngangsnámskeiði í málvísindum við Háskóla Islands, að minnsta kosti
ekki ein og sér. Hún gæti samt hentað til hliðsjónar ásamt öðru efni.
HEIMILDIR
Borgstrom, Carl Hj. 1963. Innferíng i sprogvidenskap. Unversitetsforlaget, Ósló.
—. 1964. Almen sprogvidenskap. En kort innfaring. Unversitetsforlaget, Ósló.
Fromkin, Victoria og Robert Rodman. 1978. An Introduction to Language. 2. útg.
Holt, Rinehart og Winston, New York. [Bókin hefur nokkrum sinnum komið út
síðar með smávægilegum breytingum sem ekki skipta máli hér.]
O’Grady, William, Michael Dobrovolsky og Mark Aronoff. 1993. Contemporary
Linguistics. An Introduction. 2. útg. St. Martin’s Press, New York.
Ellert Þór Jóhannsson og
Jóhannes Bjarni Sigtiyggsson
Heimspekideild Háskóla Islands
Árnagarði við Suðurgötu
IS-101 Reykjavík, ÍSLAND
ellert@rhi.hi.is
johans@rhi.hi.is