Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Side 28
26
Aðalgeir Kristjánsson
bróðir hans eftir sig lét, til Englands og óvíst væri, að hann vildi kosta
til þess prentunar?“ (Finnbogi Guðmundsson 1969:199).
Sir George Webbe Dasent var fenginn til að annast útgáfu orðabók-
arinnar. Um þessar mundir var hann að þýða Njálu á ensku í fyrsta
sinn. Grímur Thomsen skrifaði um þýðinguna í Antiqvarisk Tidslcrift
1858-60 og vék að því að Dasent hefði verið falið að annast útgáfuna
á orðabók Cleasbys, en sagði jafnframt að með allri virðingu fyrir
færni Dasents væri enginn jafnoki Konráðs á þessu sviði og Njáluþýð-
ingin sýni að nauðsyn beri til að fá einhvern íslending til að lesa próf-
arkir og þá helst Konráð Gíslason.14 Dasent mun hafa sýslað við und-
irbúninginn í allmörg ár í hjáverkum, en eftir áratug gafst hann upp og
fékk Clarendon Press til að taka að sér prentunina og 1864 var Guð-
brandur Vigfússon fenginn til að annast útgáfuna (Halldór Hermanns-
son 1919:131-32).
í bréfi frá Guðbrandi til Jóns Sigurðssonar 8. nóvember 1864 seg-
ir hann fyrst deili á orðabókinni með þessum orðum: „Frá orðabókinni
er margt að segja. Þér munduð ekki ætla það, að það mundi fyrir mér
liggja, að gjöra Konráði getsakir til góðs [...] Það er stutt að segja, að
nærfellt helmingurinn er ógjörður, í sama status og þegar Cleasby dó,
fyrir utan litla viðauka úr smásögum magra félagsins, og að seðlar Cl.
eru afskrifaðir hver stafur í sinn protocol, tölurnar berar, nema Stjórn
og nokkur handrit, og allt í graut. Dasent hefir sagt mér öll atvik þessa
máls, og sýnt mér bréf frá Konráði og Krieger, og hefir Konráð farið
þar með bein ósannindi, og kallað það búið sem ekki var. — Hitt, c.
12 stafir, er búið, en þarf umbóta við [...] Það sem búið er, er ekki
14 Grímur komst svo að orði um þetta: „[...] jeg skal ikke fragaae, at det for alle
dem, som ere interesserede i endelig at erholde et tilfredsstillende og nogenledes
udtömmende Lexicon over Oldsproget, vilde være ulige mere betryggende, om det
var blevet Prof. Gislason forundt, tillige at lægge den sidste Haand paa et Arbeide,
hvori det er vitterligt nok at han fra forste Færd havde den aldeles overveiende Part,
og hvori ingen nulevende Lærd, fremmed eller nordisk, kan gjöre ham Rangen stridig,
end om Ledelsen af et saa vanskeligt Hverv overlades til fremmede Hænder; men da
dette ikke har kunnet skee og hans Arbeide nu engang skal udkomme i England, samt
da vi herhjemme med Tiden tör forvente et lignende Værk fra Prof. Gislasons egen
Haand, saa er det altid en Tröst at vide afdöde Richard Cleasby’s og hans Samlinger i
forholdsviis saa gode og kyndige Hænder som Herr Dasents" (Antiqvarisk Tidskrift
1858-1860:232-33).