Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Blaðsíða 175
Germönsk og rómönsk áhersla í fœreysku og íslensku 173
Hér tákna neðri svigarnir yfir orðunum áhersluliðina, og x táknar að
atkvæðið sem það stendur yfir ber áherslu eða myndar það sem kall-
að er haus (e. head) í viðkomandi lið, en punktur táknar að atkvæðið
sem hann stendur yfir sé áherslulaust. Efri svigarnir tákna orðin, og x
innan þeirra sviga táknar orðáhersluna. Þannig hefur orðið taska einn
áherslulið, og sá liður tekur við orðáherslunni, en orðið ak\>arella hef-
ur tvo áhersluliði og er það sá fyrri sem ber orðáhersluna. Eins og sjá
má getur það gerst, í orðum eins og bíógrafía, að atkvæði gangi af og
sé ekki hluti af neinurn áherslulið, en hér er síðasta atkvæðið utan
svigans sem táknar seinni áhersluliðinn.
Eins og áður segir er grundvallarreglan einfold og sérstaklega ber
að athuga að tökuorð eins og akvarella og bíógrafía fá sams konar
áherslu og innlendu orðin, þ.e. með aðaláherslu á fyrsta atkvæði og
aukaáherslu á þriðja atkvæði. (Bæði þessi orð hafa áhersluna annars
staðar í ensku og dönsku, sem líklegast er að orðin séu fengin úr: e.
ac/ua'relle, bi'ography, da. akva'relle, biogra'fi.)
Dálítils skoðanamunar hefur orðið vart um hvernig líta beri á ein-
kvæða áhersluliði. Samkvæmt kenningum Hayes (1995) eru ein-
kvæðir áhersluliðir óeðlilegir þar sem grundvallarliðir eru tvíliðir, eins
°g í íslensku. Hann gerir þó ráð fyrir að einkvæð orð, sem hafa sína
eigin orðáherslu, geti myndað svona (stýfða) áhersluliði (þetta eru
kallaðir degenerate feet á ensku). Samkvæmt þessu fá orð eins og hús
greiningu eins og sýnt er í (3). Þau hafa einkvæðan lið sem tekur við
orðáherslunni:
(3) (x ) (x )
OO (x)
hús barn
Hins vegar vill Hayes ekki gera ráð fyrir að aukaáherslan sem táknuð
er í (1) á síðasta atkvæði orða eins og 'höfðin,gja og forus,ta sé raun-
veruleg aukaáhersla, heldur telur hann að rekja megi þann styrk sem
stundum er gert ráð fyrir á þessum atkvæðum til þess að hljóð lengist
1 niðurlagi orða eða segða.
Samsett orð lúta sömu lögmálum og ósamsett, þannig að hægt er
að nota sama kerfi til að lýsa áherslunni þar, en þess eru þó dæmi að
0rðhlutaleg bygging hafi áhrif á áherslumynstrið. í (4) eru sýnd dæmi