Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Blaðsíða 191
Germönsk og rómönsk áhersla í færeysku og íslensku 189
ó'vitlaus og hrika'legur. Með því móti er hægt að láta orðin fá það
áherslumynstur sem þau hafa.
Sé vikið að færeyskunni, er eftirleikurinn auðveldur. Það er ein-
faldlega mun algengara í færeysku að þessu meðali sé beitt, bæði á
tökuorð og innlend orð, því eins og fram kom í grein 3.1 hefur tals-
verður fjöldi innlendra orða áhersluna annars staðar en á fyrsta at-
kvæði. Sé þetta gert er ekki þörf á að bæta við nýrri reglu fyrir þau orð
sem svona hegða sér, heldur má nota reglu sem fyrir er í málinu.
Almennt séð virðist vel reynandi að gera grein fyrir verkaskiptingu
reglnanna sem styrkja vinstri eða hægri lið með aðferðum orðasafns-
hljóðkerfisfræðinnar, þannig að þau orð sem fá styrkinn hægra megin
séu undanþegin reglunni um orðáherslu. Hér má þá líka spyrja, hvort
þessu hafi e.t.v. verið snúið við í færeysku, þannig að nær sé að
tnerkja fyrst þau orð sem hafa hið gamla mynstur með upphafsáherslu
sem undantekningar, en láta hin vera ómörkuð. Rannsókn á þessu
bíður betri tíma.
5. Oleyst vandamál
Enda þótt fallist verði á að greina tökuorð í færeysku og einstaka slett-
Ur í íslensku sem sýndarsamsetningar sem hafa hægri styrk er a.m.k.
tveimur grundvallarspurningum ósvarað.
Annars vegar er eðlilegt að spurt sé hvað ræður úrslitum um það
hvernig orðin greinast sem sýndarsamsetningar. Hvað ræður því
ha.m. í færeysku að orð eins og for'mel, gitta'ristur, standardi'ser-
mS og heksa'meter greinast með liði eins og -(m)el, -ristur, -meter,
'Sering? Á þessari spurningu eru tvær hliðar og tvenns konar skýr-
lng. I flestum tilvikum er hægt er að gefa sögulega skýringu á því
hvers vegna tiltekin tökuorð hafa áhersluna þar sem þau hafa hana,
einfaldlega með því að visa til mynstursins í veitimálinu. (í þeim til-
Vlkum sem þetta gerist ekki, svo sem í orðum eins og week'end, má
Enna sögulegar skýringar, eins og t. a. m. þá að málhafar vita að orð-
•ð er erlent og telja þess vegna að það eigi ekki að hafa áherslu á
fyrsta atkvæði, eða þeir taka það úr þeirri mállýsku sem hefur áhersl-
Una á síðara atkvæði.) Hin hliðin á þessari spurningu er hvort eitt-
hvert kerfi ríki um það hvernig orðin greinast sem sýndarsamsetn-