Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Blaðsíða 35
Orðabókarstörf Konráðs Gíslasonar 33
Konráð minntist sjaldan á orðabók Cleasbys. í bréfi til kirkju- og
kennslumálaráðuneytisins 26. september 1872 vék hann að henni og
sagði að hún hafi verið unnin eins og hann áformaði í upphafi og und-
ir eftirliti hans og sjálfur hafi hann safnað miklu af efni til hennar, en
bætir svo við að í núverandi gerð sé hún á heildina litið sorglegt dæmi
um spor aftur á bak „i kritisk Henseende".19 í bréfi frá Konráði til Ed-
vards Collins 19. janúar 1884 ræddi Konráð orðsifjaþáttinn í orðabók-
inni þar sem vinnubrögð Guðbrands Vigfússsonar fengu lítið lof.20
Konráð átti sér einnig verjanda í þessu máli þar sem var Björn M.
Ólsen. Hann bar samt lof á Guðbrand fyrir flýti og dugnað, en sagði
að hann hefði skorið upp „það sem Konráð og aðrir landar höfðu sáð“
(Björn M. Ólsen 1891:69).
4. Lokaorð
Þegar litið er yfir það sem Konráð Gíslason vann á langri starfsævi við
orðabókarstörf sést að sumt hefir nýst illa, t. a. m. það sem hann vann
fyrir Hallgrím Scheving. Samt er varðveitt eitt handrit frá hendi Kon-
ráðs. Forníslenska orðabókin sem hann lauk ekki við var alfarið hans
verk, en handritin í Stofnun Árna Magnússonar eru einu sýnilegu jar-
teiknin um hana auk bréfanna til kirkju- og kennslumálaráðuneytisins.
Danska orðabókin er eina ritið sem ber nafn hans enda var hún hans
19 Þar segir svo: „Richards Cleasby’s „Icelandic-English Dictionary“ (A-R. Ox-
ford 1869-1871) er fra forst af udarbejdet efter min Plan og under min Opsigt, lige-
som jeg ogsaa selv har samlet en stor Del af det i samme indeholdte Materiale. Men
denne Ordbog, „enlarged and completed by Gudbrand Vigfussorí\ frembyder efter
min Mening i sin nuværende Form (trods den Belæring, der endnu kan hentes) i det
hele taget et sorgeligt Exempel paa Tilbagegang i kritisk Henseende. Forogelsen og
Fuldendelsen bestaar væsentligst i Tilíbjning af uvedkommende nyislandske Ord og
Talemaader, samt af nogle citatlose Egennavne, og Opfatningen synes ikke at vidne
om klar Indsigt i Oldtidens Ord og Tanke" (Rigsarkivet, Ministeriet for kirke og und-
ervisningsvæsenet, 3. expeditions kontor. Ansogninger fra forfattere, videnskabs-
mænd og lærere om understottelse 1848 (1843)—1915).
20 Þar segir: „Det etymologiske Element i Cleasby 's Lexicon hidrörer ikke fra
Cleasby selv. Det er indsat i Ordbogen i England efter hans Död, rigtig nok uden
dybere sproglig Indsigt og altsaa uden den behörige Kritik. Men deraf fölger naturlig-
vtis ikke, at enkelte Angivelser ikke kunne være rigtige" og neíhir nokkur dæmi (Kon-
ungsbókhlaða í Kaupmannahöfn, Den Coli. Brevsaml. xxix).