Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Page 18
16
Aðalgeir Kristjánsson
í Kaupmannahöfn heldur og í Stokkhólmi, Uppsölum og jafnvel í
Kristjaníu (Osló) og Wolfenbiittel.8
Líkt og löngum áður stóðust áætlanir Konráðs hvergi þegar um
bókaútgáfu var að ræða. Engu að síður bera bréf hans til kirkju- og
kennslumálaráðuneytisins ár hvert því vitni hvað verkinu miðaði
áfram. í bréfi 29. mars 1859 segist hann hafa lokið við yfir 12.000
greinar, „for hvis Fuldstændighed eller Correcthed der intet — i alt
Fald intet væsentligt — Udbytte kunde ventes af fortsat Samlen“.
Árið eftir voru þær orðnar 20.000 og þá taldi Konráð að verkið væri
um það bil hálfnað. í bréfi til ráðuneytisins 27. mars 1861 sagðist
hann hafa lokið að fullu nálægt 30.000 greinum og nú væri farið að
síga á seinni hlutann og í stuttu bréfi til ráðuneytisins 29. mars 1862
sagðist hann vona að á næsta ljárhagsári myndi orðabókin liggja fyrir
í handriti.9
Samhliða orðabókinni vann Konráð að útgáfum á íslenskum forn-
ritum. Árið 1858 kom út fyrri hluti forníslenskrar málfræði og útgáfa
á Elucidarius. Tveimur árum síðar kom Sýnisbók íslenzkrar tungu út.
Á þessum árum vann Konráð að útgáfu á Njáls sögu ásamt Eiríki Jóns-
syni. Fyrra bindið kom út 1875. í því var texti sögunnar og orðamun-
ur. Síðara bindið kom út 1889. í því voru vísnaskýringar Konráðs,
handritalýsing Jóns Þorkelssonar og nafnaskrár eftir Guðmund Þor-
láksson og Kr. Kálund. Við þessi rannsóknar- og útgáfustörf bættist
það að Konráð varð prófessor í norrænum málum árið 1862. Sú staða
lagði honum nýjar skyldur og störf á herðar.
8 í bréfi til ráðuneytisins 22. maí 1856 segir: „Den Fremgangsmaade at holde sig
til Haandskrifterne selv (og ikke til Udgaverne) foroger vel Arbeidet meget betydeligt,
men er — i dette Tilfælde baade af almindelige og særegne Grunde — den eneste kri-
tiske, og vilde ubetinget være at foretrække, selv om alle Oldskrifter vare udgivne,
hvilket er meget langt fra at være Tilfældet“. (Bréf Konráðs til kirkju- og kennslu-
málaráðuneytisins eru varðveitt í Rigsarkivet: Ministeriet for kirke- og undervisnings-
væsenet, 3. expeditions kontor. Ansogninger fra forfattere, videnskabsmænd og lærere
om understottelse 1848 (1843)—1915.)
9 í bréfinu segir: „[...] om mit oldnordisk-danske Ordbogsarbeides Fremgang,
troer jeg nu at kunne indskrænke mig til at udtale Haabet om i det tilstundende Fin-
antsaar at faae dette Værk — enten ganske, eller saa godt som — færdigt i Manu-
script“.