Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Blaðsíða 137
135
Úr sögu íslenskrar málfræðiiðkunar
Þar sem merkt er með + getur orðið breyting á stofnsérhljóði (sbr.
saga, sögu; dráttr, drœttir). Rask telur ekki fráleitt að sameina 5. og 6.
flokk annars vegar og 7. og 8. flokk hins vegar finnist einhverjum
flokkarnir of margir.
Árið 1832 sendi Rask frá sér stytta útgáfu af málfræði sinni, Kort-
fattet vejledning til det oldnordiske eller gamle islandske sprog. Tals-
verðar breytingar eru á framsetningu nafnorðabeygingar. Henni er
áfram skipt í tvo meginflokka en beygingarflokkarnir eru nú aðeins
þrír:
(17) Beygingarflokkun nafnorða hjá Rasmusi Rask 1832
I. Hinn opni yfirflokkur (den ábne hovedart):
1. beyging: orð sem beygjast eins og auga, geisli, túnga
II. Hinn lokaði yfirflokkur (den lukte hovedart):
2. beyging: orð sem beygjast eins og land, brandr,för
3. beyging: orð sem beygjast eins og tre, völlw; fjörður,
rót, mörk
I kaflanum um fyrra yfirflokk er fjallað um fyrsta beygingarflokk en
undir hann falla orð af öllum kynjum sem beygjast eftir veikri beyg-
ingu. Til síðari yfirflokks teljast öll önnur nafnorð.
I annan beygingarflokk falla öll nafnorð sem enda á samhljóði eða
-i í nefnifalli, t. d. land, brandr, föi; kvœði, merki, œfi.
I þriðja beygingarflokk falla þau sem hafa -u eða -v í beygingunni,
sem þó sé oft fallið brott, t. d. tre, völlur, fiörður, rót og mörk.
Fyrir Rask hefur vakað að þessi útgáfa yrði hentug kennslubók
fyrir skóla. Hún er samanþjöppuð og fækkun flokka gerði nafnorða-
beyginguna ekki skýrari. Engin yfirlitstafla er í bókinni til frekari
glöggvunar.
3-1.2 Sagnbeyging
I bók Rasks frá 1811 er nokkuð góð skipan komin á flokkun sagna og
mikill munur er orðinn á frá skrifum fyrirrennara Rasks. Eftir inngang
um hætti, tíðir (sem sagðar eru tvær) og beygingarendingar er sögnum
skipt í tvo aðalflokka. í fyrri flokkinn falla flestallar sagnir, og er hon-