Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Blaðsíða 25
Orðabókarstörf Konráðs Gíslasonar
23
Lundúnum — það er að skilja, að svo miklu leyti orðrómur hans
nær“ (Brynjólfur Pétursson 1964:142-43). Bjelke, sem hér er nefnd-
ur, var sendiráðsritari í Lundúnum. Svo virðist sem hann hafi talað
fyrir því að starfsemi orðabókarinnar yrði haldið áfram í Kaup-
mannahöfn. Konráð og Krieger skiptu þannig með sér verkum að
Konráð annaðist verkstjórnina en Krieger sá um fjárreiður ef marka
má spássíugrein Guðbrands Vigfússonar í eintaki orðabókarinnar í
eigu Clarendon Press. Auk þess var Konráði og Krieger falið að gæta
bóka og aðfanga orðabókarinnar ásamt þriðja manni (Krieger
1943:257).
Konráð hafði mörgu öðru að sinna um þetta leyti. Hann var einn af
stofnendum útgáfufélagsins Det Nordiske Literatur-Samfund sem
hafði að markmiði að gefa út íslensk fornrit. Samhliða orðabókarstörf-
um gaf hann út nokkrar íslendingasögur fyrir það á árunum 1847-52.
Á uppstigningardegi s. á. skrifaði Konráð föður sínum og sagði: „Eg
er að sönnu búinn með þessa „dönsku orðabók með íslenskum þýðing-
um“, sem eg hef unnið að í margt ár, þar eð eg varð að halda áfram
með hana, af því eg var kominn út í það; en annars kostar hefði eg get-
að varið tímanum betur. Nú get eg ekki hreyft mig héðan neitt til muna
fyrr en eg er búinn að ljúka við orðabók íslenskrar tungu í fornöld með
enskum þýðingum; en það vona eg að verði í seinasta lagi um nýár í
vetur ef g.l.“ (Konráð Gíslason 1984:153). Sú áætlun stóðst ekki og
Hallgrími Scheving þótti hann hafa helst til mörg járn í eldi í einu.
Hann skrifaði Konráði 29. febrúar 1852 á þessa leið: „í seinasta bréfi
yðar, er ritað var 26. september síðastliðins, endurnýið þér þá von hjá
mér, að mér kunni að auðnast að sjá yður að sumri komanda, ef líf mitt
treinist svo lengi. En af því þetta er komið undir því, hvort Cleasbys
orðbók verður þá búin undir prentun, er eg hræddur um, að ekki geti
af því orðið. Líka hafið þér tekist svo margt annað á hendur, svo sem
það, að gefa út Elucidarius, Fóstbræðrasögu, Njálu, og semja íslenska
málfræði, að rammar taugar halda yður aftur, þó Cleasbys orðbók yrði
búin, sem trautt mun verða. Mér finnst þér takast heldur margt í fang
í senn, nema ef þér verðið að gjöra það yðar fjárhags vegna. Þegar
Cleasby er frá, sýnist mér, ef kringumstæður yðar leyfa það, að ís-
lenska málfræðin ætti að vera í fyrirrúmi fyrir öðrum þesskonar störf-
um“ (Finnbogi Guðmundsson 1969:196).