Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Blaðsíða 243
Ritdómar
241
Endresen, Rolf Theil, Hanne Gram Simonsen og Andreas Sveen (ritstjórar).
1996. Innforing i lingvistikk. Universitetsforlaget, Ósló. 350 bls.
0. Inngangur
Bókin Innforing i lingyistikk er ætluð til kennslu í byrjendanámskeiði í almennum
málvísindum sem tungumálanemum í norskum háskólum ber skylda til að taka. Slíkt
sameiginlegt námskeið fyrir nemendur í tungumálagreinum var í boði við Háskóla
íslands fyrir um 30 árurn. Veturinn 1997-1998 verður sameiginlegt inngangsnám-
skeið í málvísindum aftur kennt við Háskólann. Markmið þessa námskeiðs er að gera
nemendum í tungumálum grein fyrir helstu undirstöðugreinum fræðanna eins og
hljóðfræði, hljóðkerfisfræði, orðhlutafræði, merkingarfræði, setningafræði, söguleg-
um málvísindum, félagslegum málvísindum, sálfræðilegum málvísindum o. fl. til þess
að þeir geti nýtt sér málfræðilegt efni í málanámi sínu og ef til vill starfi síðar. Til þess
að þetta markmið náist þurfa kennslugögn að vera einföld og skýr án þess að vera
yfirborðsleg og þau þurfa að greina aðalatriði vel frá aukaatriðum. í þessum ritdómi
er ætlun okkar að gera grein fyrir uppbyggingu bókarinnar Innfering i lingvistikk, efn-
istökum höfunda og velta því fyrir okkur hvort hún henti til kennslu við Háskóla ís-
lands.
I. Bakgrunnur
Af eldri inngangsbókum í málvísindum ber helstar að nefna bók eftir Fromkin og
Rodman, An Introduction to Language, sem kennd er við Háskóla íslands og marga
háskóla í útlöndum; bók O’Gradys o. fl. Contemporary Linguistics og bækurnar Al-
men sprogvidenskap og Innforing i sprogvidenskap eftir Karl Hj. Borgstrom sem voru
kenndar á árum áður við Háskóla íslands í fyrrnefndu inngangsnámskeiði í málvís-
indum. Bækur Borgstroms eru komnar til ára sinna og úreltar, til að mynda er næst-
um ekkert minnst á setningafræði í þeiin. Bækur Fromkin og Rodmans og O’Gradys
og félaga eru nútímalegri. Sérstaklega er sú seinni vönduð og ítarleg með miklum fjöl-
da dæma úr ólíkum tungumálum en ef til vill er hún of löng og fræðileg fyrir almenna
málanema.
í formála bókarinnar Innforing i lingvistikk kemur fram að grunn hennar sé að finna
í tveimur nýlegum norskum kennsluritum í málvísindum, Sprákvitenskap, En elementœr
innforing (ritstj. Hanne Gram Simonsen, Rolf Theil Endresen og Even Hovdhaugen.
1988) og Fonetikk ogfonologi, Ei elementær innforing eftir Rolf Theil Endresen (1991).
Ekki þekkjum við til þessara bóka en þeir hlutar þeirra sem notaðir eru í Innforing i ling-
vistikk munu vera endurskoðaðir. Sérkenni máltogstreitunnar í Noregi koma fram í því að
kaflarnir eru ýmist á bókmáli eða nýnorsku. I formála ýja ritstjórar að því að þetta sé
meðvituð málstefna þeirra en líklega hafa hagræðissjónarmið átt ríkan hlut að máli þar
sem bækurnar sem nefndar eru hér að ofan eru hvor á sínu málinu.