Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Blaðsíða 200
198
Orð og orðfræði
Klungurvofa kemur einnig fyrir í handriti skrifuðu á 17. öld af séra
Oddi Oddssyni á Reynivöllum í orðinu klungurvofubit. Stefán Karls-
son hefur bent á að hugmyndir Odds um uppruna og skyldleika orða
og orðmynda hafi haft áhrif á stafsetningu hans. T. d. hafi hann velkst
í vafa um hvernig hann ætti að fara með orðið kónguló. í AM 700a
4to, 71 r standi klúngurvQfubit en í Gl. kgl. Saml. 3377 8v, 15v gQungu-
róvar vefur (1981:256).
Um köngulóarvef skrifar Jón úr Grunnavík undir flettiorðinu
kœngu lœ:
Kœngu looin vefr kœngulœar vefih, aranea (araneus) texat (seu nexat)
og festir (han) lijka upp i forgylltum hwss-hvolfum, id qs etiam in aurat-
is lacunaribus annectit. Comenius á 226.
Athyglisvert er að bæði Guðmundur Olafsson og Jón úr Grunnavík til-
greina sama notkunardæmið en mér er ekki kunnugt um að Jón hafi
þekkt verk Guðmundar. Þeir vitna hvor á sinn hátt í sama verk, Janua
linguarum reserata, eftir Johannes Amos Comenius sem gefið var út
1631 og hafði mikil áhrif á tungumálakennslu í Evrópu.
Undir flettiorðinu Koongur í merkingunni ‘globulus’ er einnig fjall-
að um köngulóna hjá Jóni úr Grunnavík:
Rectius hic koongur est contractum á Kwfwngr, m. aliqvid supema teres
et turbinatum, derivatum á koofr m. ... Et mox seqvens nomen araneæ,
Koonguloo, qs kwngu-loo, ad v. pulex cylindrareus non verö, ut qvidam
volunt ga/ngu-loo, ga/ngu-vofa, vel Koongur loo, seu Ka/ngurloo.
Enn eitt dæmi er undir flettiorðinu ormur.
koonguloo, seu rectius gaunguroofa, f. aranea.
Hjá Jóni úr Grunnavík koma því fyrir heitin: konguló, kónguló, köng-
urrófa, klungurvofa, kunguló, göngurófa og gönguvofa.
í Lbs 104 8vo, sem skrifað er 1755 en aukið 1778 og virðist um-
snúið latneskt-íslenskt orðasafn, kemur fyrir orðið kóngvefja (49).
Sama orð kemur einnig fyrir í Lbs 125 fol3 sem í eru margvísleg brot
en er þar ritað kongvefja.
í orðabók Björns Halldórssonar er gefið upp flettiorðið köngul-ló
en undir því einnig myndirnar köngul-vofa, konúng\>ofa og gaungu-ló
(1814 1:472). Ekkert annað dæmi hef ég fundið um konungvofu.
3 Blaðsíðutal kemur ekki fram á seðlinum í safni OH.