Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Page 60
58 Eiríkur Rögnvaldsson
(17)a Jarl spurði Björn ef honum væri kunnleiki á Þórði.
(Bjarnar saga Hítdœlakappa, s. 77)
b En ef honum þykja á því óhægindi þá farið þér hingað.
(Droplaugarsona saga, s. 365)
c Hann bað hvern að varast að ganga framan að honum með-
an honurn voru eigi nábjargir veittar.
(Eyrbyggja saga, s. 5 79)
d Nú skuluð þér segja honum þau mín orð að eg mun verja
oddi og eggju Noreg rneðan mér endast lífdagar til
(Ólafs saga helga, s. 412)
e Leið nú svo fram uns Þorfinns var heim von.
(Grettis saga Asmundarsonar, s. 985)
f Þegar honum þykir von að Bolli muni norðan ríða þá safn-
ar hann mönnum og ætlar að sitja fyrir Bolla
(Bolla þáttur, s. 2099)
g En það var þá siður þegar konungi var völlur haslaður að
hann skyldi eigi herja að skammlausu fyrr en orustu væri
lokið. (Egils saga Skallagrímssonar, s. 432)
Þetta er aðeins örlítið brot þeirra dæma sem finna má um aukafalls-
nafnliði fremst í aukasetningum, á eftir aukatengingum sem ekki leyfa
kjarnafærslu í nútímamáli. Vissulega mætti láta sér detta í hug að segja
að hér væri ekki á ferðum kjarnafærsla, heldur stílfærsla, sem lýtur
öðrum lögmálum. Hún er yfirleitt auðveld á eftir flestum tegundum
aukatenginga (sbr. Friðrik Magnússon 1990), en á móti kemur að hún
krefst þar yfirleitt frumlagseyðu (sbr. Maling 1980). En í öllum þess-
um dæmum er nefnifallsliður einnig í aukasetningunni, þannig að þar
er vænlegur frambjóðandi í frumlagssætið. Samt sem áður stendur
aukafallsnafnliðurinn fremstur, rétt eins og hann myndi gera í nútíma-
máli. Ef aukafallsnafnliðurinn er ekki talinn frumlag í þessum setning-
um er því ekki hægt að telja nefnifallsliðinn frumlag heldur; þess i
stað verður að segja að setningarnar séu frumlagslausar.
3.3 A ndlœgfrumlagslyfting
Eins og áður var nefnt beitti Helgi Bernódusson (1982) þrem frum-
lagsprófum á aukafallsnafnliði í fornu máli. Tvö þeirra, afturbeyging