Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Blaðsíða 148
146
Guðrún Kvaran
Til annars flokks karlkynsnafnorða teljast orð sem enda á -ar í
ef.et. og beygingardæmi eru fiundur, bekkur, köttur en til þriðja flokks
orð sem beygjast eins og vetur.
í fyrsta flokki kvenkynsorða eru beygingardæmin tíð, höfn, sól, í
öðrum nál.fit, heiði og í þriðja flokki eik og bók.
í fyrri flokki hvorugkynsorða eru beygð einsatkvæðisorðin barn,
skip, nes og högg en í hinum síðari eru beygð orðin klœði og riki.
Umtjöllun urn veika beygingu er rnjög stutt. Látið er nægja að sýna
beygingardæmi og telja upp fáein orð sem undir hvern flokk falla. í
karlkyni eru beygð orðin steði (=steðji) og tími, í kvenkyni tunga, alda
og í hvorugkyni auga og hjarta.
í uppskriftinni frá 1903 er flokkunin að mestu hin sama og notuð
sömu beygingardæmi. Þó er beygingardæmunum mús og kýr bætt við
3. beygingu kvenkynsorða og flokkar hvorugkynsorða eru felldir sam-
an í einn. Byrjað er á að sýna beygingardæmi hvers flokks en síðan er
einkennum flokksins lýst, t. d. að 1. beyging karlkynsorða endi í ef. á
-5 en í nf.ft. á -ar. Öll lýsing er fyllri en 1882. T. d. er fjallað um þágu-
fallsendinguna -i í 1. beygingu karlkynsorða og reynt að gera grein
fyrir hvenær helst og hvenær það fellur brott. í lýsingu á 3. beygingu
karlkynsorða eru nú með frændsemisorðin faðir, móðir, dóttir, systir,
bróðir en einnig orðið maður. Þessi orð segir Jón að hafi óreglulega
beygingu en skýrir ekki nánar í hverju hún er fólgin. Engin sérstök
skýring er við kýr en um mús og Iús segir að þau hafi fellt niður end-
ingu í nf.et.
Lýsing Jóns eins og hún var orðin 1903 hefur án efa nýst ágætlega
við móðurmálskennslu þar sem hún gefur þokkalegt yfirlit yfir nafn-
orðabeyginguna.
3.4.2 Sagnbeyging
Sagnorðum fylgja engar skýringar í uppskriftinni frá 1882. Ekki er
minnst á mun sterkra og veikra sagna, í raun er aðeins sögnin binda
beygð í öllum persónum, tölum, háttum og myndum og látið þar við
sitja. í uppskriftinni frá 1903 er mikill munur á lýsingunni. Byrjað er
á að gera grein fyrir áhrifsögnum og áhrifslausum, persónu, tölu, tíð