Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Blaðsíða 190
188
sx
Kristján Árnason
lensku mætti, a.m.k. i mörgum tilvikum, rekja það að áherslan er á
seinni lið í samsettu eða afleiddu orði til þess að áherslumynstrið
byggi einfaldlega á því að hljóðkerfislega sé farið með orðin sem
orðasambönd. Þ.e. þegar sambönd eins og ó'vitlaus, hrika'legur og
spinne'gal fá áherslu á seinni liðinn, þá sé það vegna þess að af ein-
hverjum ástæðum séu þessi form undanþegin reglunni um að fyrsti
liðurinn taki orðáhersluna og áhersluliðirnir ekki settir undir sama hatt
sem eitt orð. Og þá er ekki um annað að ræða en að fylgja mynstri
setningaráherslunnar. Samt sem áður eru þessi sambönd orðhlutalega
séð frekar orð en orðasambönd, því ekki er hægt að slíta forskeytin frá
stofnunum sem þau tengjast. Það er t. a.m. ekki hægt að segja *vitlaus
ó, *legur hrika né *gal spinne eins og hægt er um orðasambönd: sterk-
ur mjög, greindur vel o.s.frv.
Ef þetta er greint svona má segja að komið sé tiltölulega einfalt
mynstur til að „bjóða upp á“ þann valkost að í vissum tilvikum fái
form, sem frá orðhlutalegu sjónarmiði verða að teljast orð frekar en
orðasambönd, áhersluna hægra megin. Og ef upp kemur „þörf ‘ fyrir
að bæta við slíkum formum virðist þetta vera einfaldasta mynstrið.
Segja má að þessi þörf komi fram þegar erlend orð eru tekin inn og
áherslumynstrið úr veitimálinu er apað eftir, og þá hlýtur að koma til
greina að fara þessa leið.
Hér er það að athuga, að form eins ó'vitlaus og hrika'legur eru að
sjálfsögðu orðhlutalega séð gagnsæ, þannig að orðhlutana (eða
myndönin) ó-, -vitlaus, hrika- og -legur má greina í öðrum sambönd-
um þannig að þeir hafi svipað útlit og merkingu og í þeim formurn
sem hér eru nefnd. Þetta er hins vegar vafasamt þegar um er að ræða
slettur eins og Ge'valia og Co'rolla, því ekki eru til neinir orðhlutar:
-valia eða -rolla [rolia]. En hér má þá minna á sýndarsamsetningar
eins og karbórator og almanak. I grein 2.2 var sýnt fram á að liðir eins
og -tor og -nak líkjast orðhlutum hljóðkerfislega, enda þótt þeir séu að
því er virðist merkingarlausir. Þessir sýndarorðhlutar fá áherslu (auka-
áherslu að vísu) eins og ýmsir „raunverulegir“ orðhlutar. Ef gert er ráð
fyrir að liðir eins og -valia og -rolla séu sömu náttúru og -tor og -nak
er „björninn unninn“. Hægt er að segja að formin Gevalia og Corolla
séu í fyrsta lagi greind sem sýndarsamsetningar og í öðru lagi látin
vera undanþegin hinni almennu reglu um orðáherslu, á sama hátt og