Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1996, Blaðsíða 151
149
Úr sögu íslenskrar málfrœðiiðkunar
2. -ar í ef.et., -ar í nf.ft.: nál
3. -ar í ef.et., -ur, -r í nf.ft.: eik
Hvorugkynsorð: skip
Beygingardæmi um veika beygingu eru bogi, tunga og auga. Litlar
skýringar fylgja og stundum vantar dæmi. T. d. er sagt að ýmis kven-
kynsorð sem endi á -a séu ekki notuð í ef.et. en ekkert dæmi sýnt.
Beygingardæmi karlkynsorða eru heimur, fundur, vetur, kvenkyns-
orða tíð, nál, eik en hvorugkynsorða skip, klæði, trje. Til 3. beygingar
karlkynsorða teljast einnig frændsemisorðin og tekið er fram um 3.
beygingu kvenkynsorða að orð eins og mjólk, mörk, nótt og vík séu
óregluleg að því leyti að þau endi á -ur í þgf.et. Til óreglulegrar beyg-
ingar telur Halldór einnig orðið hönd sem í þgf.et. sé hendi. Öllum
hvorugkynsorðum skipar hann í einn flokk.
Mesta breytingin í þriðju útgáfu er flokkun nafnorða. Enn eru
flokkarnir þrír en kynskiptingu er hætt:
(34) Beygingarflokkun nafnorða hjá Halldóri Briem (3. útgáfa)
I. Sterk beyging:
a-flokkur kk., kvk., hvk.: -s/-ar í ef.et.,
-ar í nf.ft.: heimur, nál, skip
/-flokkur kk., kvk.: -s/-(j)ar í ef.et, -ir í nf.ft.: fundur, hœð
r-flokkur kk., kvk.: -ar í ef.et., -ur í ft.: vetur, eik
II. Veik beyging: bogi, tunga, auga
Til fyrsta flokks teljast orð sem beygjast eins og heimur, nál, skip og
stýri. I öðrum flokki eru sýnd beygingardæmin fundur og hœð en í
þriðja flokki vetur og eik. í þriðja flokki er eins og áður gerð grein fyr-
lr óreglulegri beygingu. Athugasemdin um hönd er nú sú að þgf.et. sé
hendi. Ef.et. affaðir, bróðir er sagt föður, bróður en með greini föð-
u,'sins, bróðursins. Umfjöllun um veika beygingu er hliðstæð umljöll-
uninni um sterka beygingu.
Gerð er tilraun til að skýra hugtökin sterkur og veikur. Sterkur seg-
lr Halldór að merki í þessu sambandi ‘sá sem hefur áherslu’ en veikur
aherslulaus’. Sterka beygingin hafi alltaf eitt atkvæði sem beri áherslu,
1 veiku beygingunni sé beygingarending orðanna (hjá honum fallend-
lng) alltaf sérstakt atkvæði sem sé áherslulaust.