Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 45
andvari
FORSETINN (SÖGURITUN ÍSLENDINGA
43
aðra. Á afmælisdegi hans árið 1921 birtist til dæmis grein í Alþýðublaðinu
þar sem Jón Magnússon forsætisráðherra var sakaður um linkind gagnvart
Dönum og borinn saman við nafna sinn Sigurðsson, en einkenni hans hefðu
verið „einlægni, starfsþrek, festa og ættjarðarást“. Þennan þráð röktu íslenskir
sósíalistar áfram, og brátt kom þar til liðs maður sem var sagnfræðingur að
mennt, Einar Olgeirsson. Þetta efni hefur Ragnheiður Kristjánsdóttir nýlega
rakið í doktorsritgerð sinni og klykkt út með þeirri niðurstöðu að róttækir
vinstrimenn hafi gert ,,„úrhrökin“, verkalýðinn, alþýðuna, að arftökum Jóns
Sigurðssonar.“61
Ritgerð Ragnheiðar nær aðeins til 1944, og hafa margir beitt Jóni fyrir
stjórnmálastefnu sína síðan. Hér er ekki rúm til að fara út í það. En ef við
höldum okkur við strangfræðilega umfjöllun eina hefur Guðmundur Hálf-
danarson verið sá sagnfræðingur sem hefur gengið einna lengst í að vilja
taka ljómann af sjálfstæðisbaráttu íslendinga á 19. öld. Hann hefur haldið
því fram að einn meginhvati þeirra að því að krefjast sjálfstæðis frá Dönum
hafi verið ótti við frelsishugmyndir og vilji til að viðhalda fornlegri og mis-
réttisfullri samfélagsgerð á Islandi. En hann sá þetta sjónarmið aldrei hjá Jóni
Sigurðssyni og flokkaði hann jafnan sem frjálslyndan. „Jón tók ... aldrei
undir íhaldssamar skoðanir í atvinnu- og félagsmálum ..., en hann barðist
þó ekki opinberlega gegn þeim. Þáttur Jóns Sigurðssonar í sköpun íslensks
Þjóðríkis er því athyglisverður vegna þess að málflutningur hans hljómar
°ft sem andsvar við hugmyndum bændahreyfingarinnar sem hann leiddi.“
A vissan hátt túlkar Guðmundur forsetann sem undirhyggjumann í stjórn-
wálum; hann hafi ekki treyst íslendingum til að stjórna sér sjálfum og sett
fram óhóflega róttækar kröfur á hendur Dönum til að koma í veg fyrir að þeir
fengju sjálfstæði að sinni. Engu að síður segir Guðmundur að það sé „engin
goðgá að líta á hann sem táknrænan föður þess þjóðríkis sem varð til á íslandi
a fyrstu áratugum tuttugustu aldar.“62 Hann gengur einna lengst allra fræði-
•nanna okkar tíma í að afhelga Jón Sigurðsson, og helst til langt hef ég haldið
fram.63 En hann smækkar hann ekki eða lækkar. Forsetinn heldur stöðu sinni
1 Islandssögunni á tveggja alda afmæli sínu.