Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 75
andvari
JÓN SIGURÐSSON OG VESTFIRÐINGAR
73
Einarsson á Hvilft, heitasti stuðningsmaður Jóns í sýslunni, skrifaði Jóni og
sagði að allir fundarmenn á ísafirði hafi mælt gegn Frökkum, nema hann
einn og Einar Magnússon rennismiður á Isafirði. Meðal þeirra sem kosnir
voru í bænarskrárnefndina var Ásgeir Ásgeirsson kaupmaður á ísafirði.30 Það
var því úr vöndu að ráða fyrir þingmanninn Jón, þegar málið kom til kasta
Alþingis sumarið 1857.
Alþingi kaus fimm manna nefnd til að fjalla um málið og hún lagði til að
beiðni Frakka væri hafnað að svo komnu, „eins og hún nú liggur fyrir.“ Tólf
þingmenn ræddu málið við fyrri umræðu og vildu sumir að fyrirspurn Frakka
yrði neitað afdráttarlaust. Töldu þeir að orðalag nefndarinnar væri tilboð
nm frekari viðræður og má leiða líkur að því að það væri gert að undirlagi
Jóns Sigurðssonar. Jón tók ekki til máls um nefndarálitið eða niðurstöðuna.31
Eanska stjórnin svaraði þeirri frönsku í samræmi við niðurstöðu Alþingis, en
ekki varð af viðræðum á milli landanna. Og var málið þar með úr sögunni og
Jón Sigurðsson gat haldið áfram að tala um fjárhagslegan aðskilnað við Dani
°g stjórnskipunamál, en þurfti ekki að standa frammi fyrir kjósendum sínum
1 viðkvæmum atvinnumálum.
Dýrlingur Vestfjarda
Jón Sigurðsson hélt stöðu sinni sem málsvari íslensku þjóðarinnar allt frá því
Alþingi kom fyrst saman árið 1844 til síðasta þings sem hann sat árið 1877
°g naut óskoraðs stuðnings á Vestfjörðum til æviloka. Hann var hvatamaður
að mörgum framfaramálum í ræðu og riti og með bréfaskriftum og persónu-
^egum afskiptum, jafnvel þó hann byggi í Kaupmannahöfn alla tíð. Hér má
nefna Kollabúðafundi, stofnun fyrsta stýrimannaskólans á ísafirði 1852,
stofnun vöruvöndunarnefndar fyrir saltfiskverkendur, útgáfu lítillar fiski-
bókar til að kenna bætt vinnubrögð við saltfiskverkun og stofnun bændaskóla
1 Vestfirðingafjórðungi. Andi Jóns varð mörgum uppörvun og fyrirmynd.
Og strax við andlát hans tók helgisögnin að myndast um Vestfirðinginn Jón
Sigurðsson, sem haldið hefur nánast órispuð fram á þennan dag. Þegar stjórn-
ntálaflokkar tóku að myndast um og eftir aldamótin 1900 reyndu þeir að
tengja sig við minningu Jóns. Það gildir enn.
Til að sýna hina sterku trú á Jón Sigurðsson og gildi hans skal hér í lokin
^lrt fyrsta erindi úr kvæði Guðmundar Guðmundssonar skólaskálds úr
blaðinu Valurinn sem gefið var út á ísafirði árið 1907. Kvæðið er ort í tilefni
af hátíðarhöldum 17. júní það ár á ísafirði, en þá voru ísfirðingar þegar farnir
að halda fæðingardag hans hátíðlegan. í kvæðinu má segja að Vestfirðingar
hafi loks eignast sinn héraðsdýrling:32