Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 20

Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 20
18 GUÐJÓN FRIÐRIKSSON eru farnir að koma upp eins og gorkúlur undan hestataðinu í Skagafirði." Hann var að búa menn undir að taka þátt í Alþingi með fullum sóma. Hinar nýju þýskættuðu kenningar um þjóðríki voru andstæðar veldi Dana og verkuðu sundrandi á það. Um 40 prósent þegna Danakonungs, sem flestir bjuggu í hertogadæmunum Slésvík og Holtsetalandi, töluðu þýsku. Auk dönsku og pýsku var einnig töluð íslenska, færeyska og fleiri tungumál innan vébanda ríkisins. Fram að þessu höfðu ríki yfirleitt byggst á gömlu lénsfyrir- komulagi sem lítið tillit tók til þjóðernis. Nú var farið að skilgreina þjóðir út frá sameiginlegum menningararfi, náttúruskilyrðum og tungumáli og því haldið fram að hver þjóð hefði náttúrulegan rétt til sjálfstjórnar, líkt og Jón barðist nú fyrir. Undanfari og hvati hinnar íslensku baráttu fyrir sjálfstjórn var því ekki síst uppreisn þýskumælandi manna í dönsku hertogadæmunum. Þeir kröfðust sjálfstjórnar eða jafnvel sameiningar við önnur þýsk ríki. Barátta hinna þýskumælandi íbúa í Danmörku var nefnd slésvík-holsteinismi. Stundum voru Jón Sigurðsson og aðrir íslenskir þjóðfrelsismenn kallaðir slésvík-hol- steinistar í dönskum blöðum og var það notað sem skammaryrði um þá. Lauslegt þýskt ríkjasamband hafði verið stofnað árið 1815 í kjölfar Napóleonsstyrjalda og í tengslum við friðarsamningana í Vín. Varð Dana- konungur þá að gangast inn á það sem hertogi Holtsetalands, sem var aðili að sambandinu, að stofna þar þing og veita hertogadæminu sérstaka stjórnarskrá. Hann hummaði þetta þó fram af sér en eftir júlíbyltinguna 1830 varð ekki undankomu auðið. Með konungstilskipun 1831 var ákveðið að stofna til svo- kallaðra stéttaþinga í Danmörku, fjögurra talsins, sem áttu að vera ráðgefandi fyrir konung en ekki löggjafarþing. Þegar úrskurður konungs var kunngerður lét íslenskur námsmaður í Kaupmannahöfn; Baldvin Einarsson að nafni, þá skoðun í ljós að réttast væri að ísland fengi sitt eigið þing með því að endurreisa Alþingi í stað þess að vera aðili að einhverju stéttaþinganna. Ekki var fallist á þetta en í stað þess fengu Islendingar tvo fulltrúa á stéttaþing Eydana sem konungur tilnefndi sjálfur. Með málflutningi Baldvins Einarssonar hófst barátta fyrir endurreisn Alþingis sem margir Islendingar urðu til að taka undir. Loks ákvað nýr konungur, Kristján VIII, að fela svokallaðri embættismannanefnd að íhuga stofnun ráðgjafarþings á íslandi vorið 1840. Á fundi hennar 1841 lagði hún til að slíkt þing yrði stofnað og yrði það kallað Alþingi. Meirihluti nefndarmanna vildi hafa það í Reykjavík en minnihlutinn á Þingvöllum. Sköpuðust miklar deilur um þetta og fyrirkomulag þingsins. En niðurstöður nefndarinnar urðu til þess að konungur gaf út tilskipun þann 8. mars 1843 um endurreisn Alþingis í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.