Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 65

Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 65
SIGURÐUR PÉTURSSON Jón Sigurðsson og Vestfirðingar „Hve oft kom Jón Sigurðsson í kjördæmið?" Þannig spurði þingmaður Vest- fjarðakjördæmis fyrir nokkrum árum, þegar stuðningsmenn hans kvörtuðu yfir því að hann léti sjaldan sjá sig í kjördæminu. Spurningin sýnir annars vegar að Jón Sigurðsson er enn hluti af stjórnmálaumræðu þjóðarinnar og að hann er enn viðmið sem menn mæla sig við. Jafnframt vekja þessi ummæli upp hugrenningar um samskipti Jóns Sigurðssonar við kjósendur sína á Vestfjörðum og sérstaklega kjósendur í ísafjarðarsýslu, þar sem hann var þingmaður samfellt í 35 ár. Jón var fyrsti alþingismaður Isfirðinga, frá því alþingiskosningar fóru fram á íslandi árið 1844 og allt til dauðadags árið 1879. í þessari ritsmíð verður litið til samskipta Jóns Sigurðssonar við Isfirðinga og Vestfirðinga. Hverjir voru stuðningsmenn hans og hvernig sinnti hann þeim, sem fulltrúi þeirra á alþingi? Hvernig litu Vestfirðingar til Jóns? Jón Sigurðsson var Vestfirðingur. Það verður hvorki af honum eða okkur Vestfirðingum tekið. Nánar tiltekið var hann Arnfirðingur, fæddur og upp alinn á prestsetrinu Hrafnseyri í Auðkúluhreppi hinum forna, á norður- strönd Arnarfjarðar. Arnarfjörður er frekar flói en fjörður. Inn úr honum ganga fjölmargir firðir og víkur sem skiptu byggðinni í nokkrar sveitir eða sóknir, fyrr á tíð. Arnarfjörður skiptist um miðju, þannig að norðurhlutinn tilheyrir ísafjarðarsýslu, en suður- eða vesturhlutinn Barðastrandarsýslu. Um miðjan fjörð að sunnanverðu sker sig stuttur vogur inn í ströndina. Þar kvað vera mesta logn á Vestfjörðum, jafnvel meira en í Skutulsfirði. Þar er eina kauptún Arnarfjarðar, Bíldudalur. Bíldudalur var verslunarstaður fjarðarins á einokunartímanum og á saltfisköldinni, 19. öld, sátu þar innlendir kaup- menn allt frá því að Ólafur Thorlacius tók þar við forráðum árið 1806 og hóf skútuútgerð. Hann varð fyrstur innlendra kaupmanna til að sigla með saltfisk- farm beint til Spánar. Þannig stóðu Arnfirðingar framarlega í atvinnumálum á landsvísu, þegar Jón lék sér að stráum á hlaðinu á Rafnseyri, eins og bærinn hét í þann tíð. Jón var ekki af alþýðuættum. Hann tilheyrði forréttindahópi í íslensku samfélagi. Sigurður Jónsson, faðir hans, var prestur og prestssonur og móðir hans, Þórdís Jónsdóttir, var prestsdóttir. Prestsyninum Jóni var ætlað að ganga til mennta og komast þannig í hóp þeirra sem áttu aðgang eða í það minnsta von í embætti. Jón fór til mennta, en embættið varð aldrei fast. Hann var þó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.