Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 71

Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 71
andvari JÓN SIGURÐSSON OG VKSTFIRÐINGAR 69 með kjósendum sínum árið 1845 og að þingi loknu skrifaði hann ítarlegt bréf, sem hann lét berast um sýsluna. Hann verður því ekki sakaður um að hafa sinnt kjósendum sínum slælega, allavega ekki í fyrstu. Þegar þing kom saman í annað sinn sumarið 1847 fór Jón Sigurðsson aftur vestur á firði, hitti kjósendur sína augliti til auglitis öðru sinni og hélt fund á Isafirði 14. júní.16 Á leiðinni vestur kom hann í Flatey, þar sem rekin var öflug þilskipaútgerð og menningarlíf stóð í blóma. Þar átti hann dygga stuðnings- menn. Jón Sigurðsson var eini alþingismaðurinn á þessum árum sem bjó í Kaupmannahöfn. Heimsóknir hans í kjördæmið fyrir fyrstu tvö þingin eru vottur um hinn mikla vorhug sem fylgdi stofnun Alþingis. Fljótlega eftir það tók að draga úr áhuga almennings á stjórnmálum, í og með vegna áhrifaleysis þingsins. Alþingi var aðeins ráðgefandi og konungur enn einvaldur. Fór þá saman minnkandi áhugi og þátttaka í kosningum og endasleppum ferðum Jóns Sigurðssonar. Eftir 1847 finnast ekki óyggjandi heimildir um að Jón Sigurðsson hafi heilsað upp á kjósendur sína og stuðningsmenn vestur á fjörðum. Jón hafði ætlað sér að fara vestur fyrir þingið 1849 og vera með á fyrsta Kollabúðarfundinum, héraðsfundi Vestfirðinga, í Þorskafirði. Sömuleiðis var ætlun hans að koma vestur þjóðfundarsumarið 1851. í fyrra sinnið lenti skipið sem hann og Ingibjörg sigldu með í hrakningum, varð að leita viðgerðar í Noregi og kom ekki til landsins fyrr en í lok júlí, eftir tveggja mánaða ferð.17 Sumarið 1851 varð hann aftur seinn til fundar og þóttist hafa nóg verk að vinna eftir þjóðfundinn, þar til hann hélt utan á ný. Engar heimildir eru um vesturferð Jóns þegar hann kom til þings árið 1853 og tveim árum síðar sat hann sem fastast úti í Kaupmannahöfn. Var það í fyrsta sinn sem hann kom ekki til þings. Vakti fjarvera hans nokkra athygli og spurn, bæði meðal almennings og þingmanna.18 Var í aðra röndina um að kenna þröngum fjárhag Jóns á þeim tíma, þar sem hann hafði litlar fastar tekjur, en lifði á fræðastörfum. Var rætt um það að efna til fjársöfnunar meðal bænda í heiðursgjöf til Jóns, sem þakklætisvott fyrir forystu hans í baráttu fyrir lýðréttindum. Minna varð úr framkvæmdum í þeim efnum og voru kjósendur hans í ísafjarðarsýslu síst fremri öðrum í þeim efnum.19 Engum sögum fer af frekari ferðalögum Jóns til Vestfjarða og alþingisárin 1861 og 1863 kom Jón ekki til íslands, en hélt sig í Höfn.20 Þá liðu sjö ár á milli ferða hans. Síðasta heimsókn Jóns til landsins var árið 1877 og hélt hann sig þá eingöngu í Reykjavík. Stuðningsmenn Jóns í Isafjarðarsýslu sýndu honum tryggð allt til enda, en segja má að gagnkvæmt áhugaleysi hafi ríkt á milli Jóns og almennra kjósenda eftir 1850.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.