Andvari - 01.01.2011, Side 71
andvari
JÓN SIGURÐSSON OG VKSTFIRÐINGAR
69
með kjósendum sínum árið 1845 og að þingi loknu skrifaði hann ítarlegt bréf,
sem hann lét berast um sýsluna. Hann verður því ekki sakaður um að hafa
sinnt kjósendum sínum slælega, allavega ekki í fyrstu.
Þegar þing kom saman í annað sinn sumarið 1847 fór Jón Sigurðsson aftur
vestur á firði, hitti kjósendur sína augliti til auglitis öðru sinni og hélt fund á
Isafirði 14. júní.16 Á leiðinni vestur kom hann í Flatey, þar sem rekin var öflug
þilskipaútgerð og menningarlíf stóð í blóma. Þar átti hann dygga stuðnings-
menn.
Jón Sigurðsson var eini alþingismaðurinn á þessum árum sem bjó í
Kaupmannahöfn. Heimsóknir hans í kjördæmið fyrir fyrstu tvö þingin eru
vottur um hinn mikla vorhug sem fylgdi stofnun Alþingis. Fljótlega eftir það
tók að draga úr áhuga almennings á stjórnmálum, í og með vegna áhrifaleysis
þingsins. Alþingi var aðeins ráðgefandi og konungur enn einvaldur. Fór þá
saman minnkandi áhugi og þátttaka í kosningum og endasleppum ferðum
Jóns Sigurðssonar. Eftir 1847 finnast ekki óyggjandi heimildir um að Jón
Sigurðsson hafi heilsað upp á kjósendur sína og stuðningsmenn vestur á
fjörðum.
Jón hafði ætlað sér að fara vestur fyrir þingið 1849 og vera með á fyrsta
Kollabúðarfundinum, héraðsfundi Vestfirðinga, í Þorskafirði. Sömuleiðis var
ætlun hans að koma vestur þjóðfundarsumarið 1851. í fyrra sinnið lenti skipið
sem hann og Ingibjörg sigldu með í hrakningum, varð að leita viðgerðar í
Noregi og kom ekki til landsins fyrr en í lok júlí, eftir tveggja mánaða ferð.17
Sumarið 1851 varð hann aftur seinn til fundar og þóttist hafa nóg verk að
vinna eftir þjóðfundinn, þar til hann hélt utan á ný.
Engar heimildir eru um vesturferð Jóns þegar hann kom til þings árið 1853
og tveim árum síðar sat hann sem fastast úti í Kaupmannahöfn. Var það í
fyrsta sinn sem hann kom ekki til þings. Vakti fjarvera hans nokkra athygli
og spurn, bæði meðal almennings og þingmanna.18 Var í aðra röndina um
að kenna þröngum fjárhag Jóns á þeim tíma, þar sem hann hafði litlar fastar
tekjur, en lifði á fræðastörfum. Var rætt um það að efna til fjársöfnunar meðal
bænda í heiðursgjöf til Jóns, sem þakklætisvott fyrir forystu hans í baráttu
fyrir lýðréttindum. Minna varð úr framkvæmdum í þeim efnum og voru
kjósendur hans í ísafjarðarsýslu síst fremri öðrum í þeim efnum.19 Engum
sögum fer af frekari ferðalögum Jóns til Vestfjarða og alþingisárin 1861 og
1863 kom Jón ekki til íslands, en hélt sig í Höfn.20 Þá liðu sjö ár á milli ferða
hans. Síðasta heimsókn Jóns til landsins var árið 1877 og hélt hann sig þá
eingöngu í Reykjavík. Stuðningsmenn Jóns í Isafjarðarsýslu sýndu honum
tryggð allt til enda, en segja má að gagnkvæmt áhugaleysi hafi ríkt á milli
Jóns og almennra kjósenda eftir 1850.