Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 100

Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 100
98 BIRGIR HERMANNSSON ANDVARI Jón varð að leiðtoga þjóðarinnar og sjálfstæðishetju. Umbótastefna er ávallt umdeild og hagsmunir ólíkir. Þó að Jón hafi forðast bein átök og kröfur um breytingar innanlands í nafni frjálslyndisstefnu sinnar má ljóst vera að inn- byggð skynsemishyggja stefnunnar var lítt samrýmanleg mörgum rótgrónum hefðum, hugmyndum og hagsmunum íslensks bændasamfélags. Framganga hans í kláðamálinu var umdeild, enda sjónarmið hans á skjön við viðhorf og reynslu margra bænda. Til þess að skilja betur stöðu Jóns í Islandssögunni og áhrif hans á sjálf- stæðisbaráttuna er rétt að huga að viðbrögðum hans við afnámi einveldis í Veldi Danakonungs 1848. Jón brást við með afgerandi hætti, útskýrði málið fyrir löndum sínum, setti fram kröfur og réttlætti þær með rökum. Jón var fastur fyrir í málflutningi sínu og sló í engu af kröfugerð sinni. Þótt sumum hafi þótt nóg um, er ljóst að þessi festa naut stuðnings samtímamanna og gerði hann að fyrirmynd síðari kynslóða. Ekki var þó nóg að setja fram almennar kröfur um aukna sjálfstjórn í nafni framfara og fjarlægðar frá Danmörku, þó að slík rök væru vissulega mikilvæg og mikið notuð. Til að bregðast við afnámi einveldis þurfti sérhæfðari röksemdir sem allt í senn útskýrðu stöðu Islands innan ríkisins fyrir og eftir afnám einveldis og þjónuðu sem grund- völlur að frekari kröfugerð. Hér kom Jón sterkur til leiks og bjó til einskonar hugmyndafræði sambandsmálsins, eins og sjálfstæðisbaráttan var gjarnan kölluð. Það er þessi hugmyndafræði sem ég vil kalla „pólitískt tungumál Jóns Sigurðssonar“ og varð ráðandi um það hvernig íslendingar ræddu samband sitt við Danakonung og stöðu sína í ríkinu. Með tungumáli er ég hér að vísa til safns röksemda og hugtaka sem mynda eina heild og fá þátttakendum í opinberum umræðum tæki til að tjá sig með skýrum hætti. Orðræðan verður stöðluð fremur en frumleg, viðfangsefnið skilgreint og hugtakanotkun fyr- irsjáanleg. Tungumálið er fólki sameiginlegt fremur en einstaklingsbundið, gerir því kleift að rökræða mál, en setur um leið ákveðin takmörk. Pólitísk tungumál af þessu taginu eru ekki óumdeild og oft má greina skýr pólitísk átök um hugtakanotkun og tungumál.6 í raun má segja að Jón hafi búið til og fest í sessi „pólitískt tungumál“ sem aðrir lærðu „að tala“. Þegar við nálgumst málið með þessum hætti þarf að hafa tvö atriði í huga. / fyrsta lagi þurfum við að skilja tungumálið í sínu sögulega samhengi. Hér skiptir mestu veruleiki hins fjölþjóðlega ríkis sem íslendingar voru hluti af og var oftast kallað Veldi Danakonungs. Hinn einvaldi konungur stjórnaði ríki samsettu af mörgum „löndum“, lengst af Noregi, konungsríkinu Danmörku, þýskumælandi löndum, hertogadæmum og nýlendum. Markmið Jóns var að sýna fram á að Island hefði verið eitt af þessum löndum, en ekki innlimað í danska konungsríkið. Hugtakanotkun og röksemdir Jóns eru því sögulegar í eðli sínu og mjög bundnar við veruleika einveldisins. Hugtakið landsréttindi er skýrt dæmi um þetta. Þegar Jón tekur á fortíðinni með þessum hætti túlkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.