Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 61
ANDVARI
UM FRÆÐASTÖRF JÓNS SIGURÐSSONAR
59
Noregskonungi árið 1302.44 Er sú skoðun nú einnig ríkjandi meðal íslenskra
fræðimanna 45 Jón taldi að allar breytingar sem hefðu verið gerðar á sátt-
málanum
miðuðu til að gjöra sambandið frjálsara fyrir Íslendínga, skattgjaldið óákveðið að
upphæð, skuldbindíngar konúngs sterkari og lögbundnari, höfðíngjavaldið á íslandi
fastara og óháðara vilja konúngsins, uppsagnarrétt Íslendínga á sambandinu Ijósari
en áðr ar, eptir sáttmála þeim sem saminn var árið fyrir. Það getr varla verið efa
undirorpið, að þessar breytingar sé gjörðar af Oddaverjum og samþykktar af konúngs
hendi til að vinna þá ...
Rök Jóns fyrir þessu eru þó ekki veigamikil, en honum finnst mikilsvert að
Oddaverjar hafi verið frændmargir og ríkir og að ættin „hafði liðið minni
mannskaða í vígum en Sturlungar og Haukdælir11.47 Stærsta höfðingjaættin
hlaut því að geta sett konungi ýmis skilyrði.
Efnisgreinar Jóns um skjölin í íslenzku fornbréfasafni eru því af tvennum
meiði. Annars vegar eru lærðar greinargerðir í þeim anda sem hann hafði
unnið fyrir útgáfur Árnasafns og Fornfræðafélagsins.48 Hins vegar var það
sögulegt úttekt hans á t.d. Gamla sáttmála, sem er mun frekar í þeim anda
sem ritgerðir hans í Nýjum félagsritum höfðu verið. í útgáfu Jóns á íslenzku
fornbréfasafni sameinast þannig tveir angar fræðistarfa hans og að ýmsu leyti
er sú útgáfa endapunkturinn aftan við allt fræðastarf Jóns.
Niöurstödur
Fræðimennsku Jóns Sigurðssonar hefur iðulega verið minni gaumur gefinn
en skyldi. Því veldur auðvitað ljóminn af þeim störfum sem hann sinnti í
hjáverkum sem stjórnmálamaður og leiðtogi þjóðfrelsisbaráttu íslendinga.
Það er þó ekki að ástæðulausu að Jón var mikils metinn fyrir fræðastörf
sín og að hann skyldi njóta ríkulegs stuðnings danskra yfirvalda við þau.
Á fyrri hluta starfsævinnar (1835-1855) voru það störf hans fyrir Árnasafn
og Fornfræðafélagið sem hæst bar, en síðari hlutinn (eftir 1855) hnitast um
útgáfu hans á íslenzku fornbréfasafni og Lovsamling for Island.
Nokkrum sinnum var Jón fenginn til að rita yfirlitsrit um sögu íslands en aldrei
varð þó af því. Árið 1863 fól Fornfræðafélagið t.d. Jóni að semja íslandslýsingu
og yfirlit yfir sögu íslands fram að 1800 „en óhlutdrægum manni skyldi falið að
semja söguna eftir 1814“. Þetta rit kom þó aldrei út.49 Á svipuðum tíma ákvað
Englendingurinn George Powell að styrkja Jón til ritunar íslandssögu, en árið
1874 hafði Jón ennþá ekki komið sér að því verki, en vonaðist til að væntanlegur
vísindastyrkur frá alþingi myndi gera honum kleift að hefja verkið. Þá voru
kraftar Jóns hins vegar á þrotum og aldrei var sú saga rituð.50