Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 145
ANDVARI
MANNTAFL SJÁLFSTÆÐISBARÁTTUNNAR
143
Undir bréfið skrifuðu G. Thorarensen, Gísli Magnússon, Jón Sigurðsson og
Fjölnismennirnir Konráð Gíslason og Brynjólfur Pétursson, en í upphafi árs-
ins 1845 tók þriðji Fjölnismaðurinn, Jónas Hallgrímsson, sæti Gísla í nefnd-
inni.7 Fjársöfnunin gekk ekki sem skyldi en bautasteinninn, með upphleyptri
vangamynd af Tómasi sem gerð var af dönskum listamanni, var sendur til
íslands árið 1853 og settur upp í kirkjugarðinum á Breiðabólstað í Fljótshlíð
þar sem Tómas hafði verið jarðsettur.8
Fyrsta opinbera líkneskið af nafngreindum einstaklingi sem var sett upp
í Reykjavík var sjálfsmynd dansk-íslenska myndhöggvarans Alberts Bertel
Thorvaldsen (1770-1844). Um var að ræða gjöf Kaupmannahafnar til þjóðar-
innar í tilefni af þúsund ára afmæli íslandsbyggðar 1874. Styttunni var valinn
staður á miðjum Austurvelli og horfði hún til suðurs í átt að Dómkirkjunni
en tekið skal fram að Alþingishúsið var þá óbyggt og hafði því ekki enn verið
valinn staður. Thorvaldsen var í miklum metum í Danmörku, enda einn þekkt-
asti myndhöggvari Evrópu
á þessum tíma. íslendingar
gerðu líka sitt tilkall til
hans eins og sést ljóslega í
kvæðinu „Kveðja og þökk
íslendinga til Alberts
Thorvaldsens“, sem Jónas
Hallgrímsson orti haustið
1838, en þar segir að í
höfum norður rísi móður-
mold feðra listamannsins:
„sæl þættist hún / ef hún
sjálf mætti / frægð þá full-
þakka / er hún fékk af þér.
“9 Svipaður tónn var sleg-
inn á áletruninni á fótstalli
styttunnar: „Mestur lista-
smiður Norðurlanda að
faðerni kominn af göml-
um íslenzkum ættum.“10
Styttan var afhjúpuð á 105 ára afmælisdegi Thorvaldsens, 19. nóvember 1875,
með mikilli viðhöfn; Austurvöllur var fagurlega skreyttur, sönghópur flutti
kvæði sem Steingrímur Thorsteinsson hafði ort af þessu tilefni, biskup, land-
fógeti og landshöfðingi tóku til máls og um kvöldið voru haldin a.m.k. tvö
samsæti í bænum til að fagna þessum viðburði. Aþekk hátíðarhöld fylgdu
afhjúpun á öðrum líkneskjum í Reykjavík á komandi áratugum.
Varhugavert er að lesa of mikið inn í þau tvö minnismerki sem hér hafa