Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 81
andvari
MYNDIN AF JÓNI FORSETA
79
að finna greinargerð um kostnaðarhlið málsins, það er hvort danska stjórnin
bauðst til að kosta fjárbððunina aukalega og hvort bændur á Suðurlandi og
Vesturlandi hefðu sjálfir þurft að bera kostnaðinn af niðurskurði. Svo virðist
sem menn hafi litið svo á, að engu skipti, hvað hlutirnir kostuðu, svo ólíkt
sem slíkt hirðuleysi um fjármál var Jóni, þótt þess konar skeytingarleysi hafi
æ síðan loðað við landið í ýmsum greinum.
Jón Sigurðsson tók helzt ekki upp önnur mál en þau, sem hann taldi sig
geta teflt fram til sigurs. Hann tók aldrei afstöðu gegn vistarbandinu, sem
batt vinnumenn við einstaka bændur og jarðir, svo að vinnumönnum var
ófrjálst að leita sér að annarri betur launaðri vinnu við sjávarsíðuna, þar sem
bæirnir voru að vaxa úr grasi. Vistarbandið batt verkafólk, svo lengi sem
það átti ekki eigið heimili, við vistráðningu til heils árs í senn og var ekki
numið úr lögum fyrr en eftir 1890, en þó voru ýmsar hömlur áfram lagðar
á flutninga vinnufólks úr sveitum að sjó, til dæmis ef það var skuldugt, og
á þróun þéttbýlis yfirleitt. Enn eimdi eftir af þessum hömlum um miðja 20.
öld. Nærri má geta, hvaða skoðun Jón Sigurðsson hafði á svo augljósu mann-
réttindamáli, en hann lét það þó aldrei til sín taka, hvorki í skrifum sínum
né í ræðum á Alþingi.
Hitt dæmið um dvínandi fordæmi Jóns forseta er yngra. Skömmu eftir
1930 sneru stjórnvöld aftur bakinu við arfleifð Jóns Sigurðssonar. Það gerðist
þannig, að 1931 voru viðskiptahöft tekin upp í reglugerð í skjóli lagaheimildar
frá 1920 til að hlífa bændum við verðfalli landbúnaðarafurða erlendis af völd-
nm kreppunnar miklu.1 Því var heitið, að höftunum skyldi aflétt að kreppunni
lokinni, en heitið var ekki efnt, og höftin standa að miklu leyti enn. Þessi
niðurstaða gekk þvert gegn þeirri grundvallarskoðun Jóns, að millilandavið-
skipti ættu að vera sem frjálsust til hagsbóta fyrir þjóðarheildina, enda hafði
er>ginn maður átti meiri þátt en einmitt hann í afnámi síðustu leifa einokunar-
verzlunar Dana 1855. Ritgerð Jóns, „Um verzlun á íslandi“, í Nýjum félags-
Ntum 1843, skipti sköpum. Hún sveigði stuðningsmenn Jóns um allt land að
fríverzlunarhugsun hans og lagði grunninn að málflutningi hans á endurreistu
Alþingi 1845, 1847 og 1849 og síðan á þjóðfundinum 1851. Fyrir fundinum lá
frumvarp dönsku stjórnarinnar, sem var ætlað að vernda gróna danska fasta-
kaupmenn fyrir samkeppni af hálfu lausakaupmanna og kaupmanna annarra
þjóða. Þjóðfundurinn fól sjö manna nefnd að fjalla um frumvarpið, og var Jón
Sigurðsson framsögumaður nefndarinnar. Undir forustu Jóns sneið nefndin
ofrelsisákvæðin burt úr frumvarpi stjórnarinnar og lagði fram nýtt frumvarp
urn frjáls viðskipti án sérstakra verndarákvæða handa fastakaupmönnum.
Þetta frumvarp var samþykkt með yfirgnæfandi meiri hluta á þjóðfundinum
§egn andstöðu aðeins fjögurra af sex konungkjörnum þingmönnum. Skömmu
siðar sleit Trampe greifi þjóðfundinum gegn vilja þingheims, svo sem frægt
er, en fundurinn náði þó að skila af sér tímamótafrumvarpi Jóns forseta og