Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 79
ÞORVALDUR gylfason
Myndin af Jóni forseta
Islendingar héldu fyrst almennan þjóðminningardag á aldarafmæli Jóns
Sigurðssonar 1911, þegar Háskóli íslands var settur í fyrsta sinn. Veðrið var
gott þennan dag, og sólin skein glatt við hægum blæ af hafi. Hátíðin hófst að
morgni á Sal Menntaskólans í Reykjavík. Rektor Menntaskólans, Steingrímur
Thorsteinsson skáld, minntist þess, að Salur skólans var þingsalur alla
alþingistíð Jóns Sigurðssonar, og var sungið kvæði eftir Steingrím. Kennarar
°g lærisveinar Menntaskólans færðu skólanum að gjöf olíumálverk Þórarins
Þorlákssonar af Jóni, og hangir það enn á sínum stað á Sal.
Setning Háskólans hófst á hádegi í Alþingishúsinu. Klemens Jónsson land-
ritari og Björn M. Ólsen, fyrsti rektor Háskólans, fluttu ræður, og var sungið
Háskólaljóð Þorsteins Gíslasonar ritstjóra við lag Björns Kristjánssonar skó-
smiðs, alþingismanns, bankastjóra Landsbankans, söngfræðings og síðar
ráðherra. Síðan fór fjölmenn skrúðganga frá þinghúsinu að leiði Jóns x
Hólavallarkirkjugarðinum við Suðurgötu, og var þar leikið lag Sveinbjörns
Sveinbjörnssonar við lofsöng séra Matthíasar Jochumssonar frá 1874, Ö guð
vors lands. (Á fullveldisdaginn 1. desember 1918 var lagið leikið sem þjóð-
söngur íslendinga og æ síðan.) Skírnir, tímarit Hins íslenzka bókmennta-
félags, kom út tvíefldur á aldarafmælisdaginn, helgaður ævi og starfi Jóns.
A fæðingarstað Jóns á Hrafnseyri við Arnarfjörð var sungið Minningarljóð
Hannesar Hafstein við lag Sigfúsar Einarssonar. í september 1911 var afhjúp-
aður minnisvarði Jóns forseta fyrir framan stjórnarráðið eftir Einar Jónsson,
sem var þá ungur og óþekktur myndhöggvari í Kaupmannahöfn. Var varðinn
Huttur á Austurvöll 1931 og hefur staðið þar síðan. íslendingar í Manitoba
létu 1921 gera afsteypu af minnisvarðanum um Jón forseta í fullri stærð, og
stendur hann enn í garðinum norðan við þinghúsið í Winnipeg. Frá stofnun
lýðveldisins á Þingvöllum 17. iúní 1944 hefur þessi dagur verið þjóðhátíðar-
dagur íslendinga.
I. Minningin lifir, en myndin er hreyfð
^linning Jóns Sigurðssonar lifir góðu lífi með þjóðinni. Mynd hans prýðir nú
firnm hundruð króna seðilinn og prýddi áður aðra seðla samfleytt frá 1928