Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 149
ANDVARI
MANNTAFL SJÁLFSTÆÐISBARÁTTUNNAR
147
Greinarhöfundur nefndi að bletturinn milli Menntaskólans og Lækjargötu
væri einnig til umræðu og í lok maí árið 1911 upplýsti Þjóðviljinn að ákveðið
væri að stytta Jóns skyldi standa þar.22 Fáum dögum síðar skrifaði „kaup-
maður“ grein í Vísi og ræddi hinar ólíku tillögur og fannst þær flestar slæmar,
nema helst þá að stilla Jóni upp framan við Stjórnarráðið, starfsvettvang
hinnar dönsk-íslensku stjórnar. „En er það ekki ónærgætnislegt,“ bætti hann
þó við, „að „irritera" stjórnina með því að vera stilla þar upp íslendingiT‘
Sjálfum þótti honum rétti staðurinn vera við gafl Landsbankans á horninu
á Pósthússtræti og Austurstræti. „Fá mál ljet Jón Sigurðsson sig meira skifta
en fjármálin. Væri það þá ekki vel til fundið að setja líkneski hans þarna hjá
aðal-peningastofnun landsins? Hvergi í borginni er meiri umferð en á þessu
svæði: Bryggja, pósthús, bankar og aðalverslanir.“23
Endanleg niðurstaða, eftir atkvæðagreiðslu á borgarafundi, var sú að stytta
Jóns stæði á túninu við syðri enda Stjórnarráðsins og horfði, rétt eins og
Jónas, til vesturs.24 Næstu
fjögur ár stóðu þeir félag-
arnir hvor sínum megin
við Bankastræti og vörð-
uðu leiðina út úr bænum.
Staðsetning þeirra og
umræðan um hana vekur
athygli á því hvernig
Stjórnarráðið, Mennta-
skólinn, Landsbankinn og
Alþingishúsið römmuðu í
raun inn miðbæ Reykja-
víkur á þessum tíma. Það
má líkja þessum bygging-
um við fjóra kastala, svo
vísað sé í gamalt enskt
heiti hróksins, en styttun-
um við kónga eða drottn-
ingar. íslenska þjóðhetjan
og íslenska þjóðskáldið
standa í öndvegi öðrum megin á skákborðinu en dansk-íslenski myndhöggv-
arinn hefur sambærilega stöðu á hinum enda taflsins. Vissulega er freistandi
að sjá þá fyrir sér sem oddvita andstæðra póla í pólitískri refskák síns tíma,
þar sem sambandslagamálið skyggði á öll önnur viðfangsefni. Það flækir
hins vegar myndina að þegar líkneskinu af Jóni Sigurðssyni var valinn staður
var þegar gert ráð fyrir að við nyrðra horn Stjórnarráðsins kæmi stytta af
dönskum konungi.25