Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2011, Page 149

Andvari - 01.01.2011, Page 149
ANDVARI MANNTAFL SJÁLFSTÆÐISBARÁTTUNNAR 147 Greinarhöfundur nefndi að bletturinn milli Menntaskólans og Lækjargötu væri einnig til umræðu og í lok maí árið 1911 upplýsti Þjóðviljinn að ákveðið væri að stytta Jóns skyldi standa þar.22 Fáum dögum síðar skrifaði „kaup- maður“ grein í Vísi og ræddi hinar ólíku tillögur og fannst þær flestar slæmar, nema helst þá að stilla Jóni upp framan við Stjórnarráðið, starfsvettvang hinnar dönsk-íslensku stjórnar. „En er það ekki ónærgætnislegt,“ bætti hann þó við, „að „irritera" stjórnina með því að vera stilla þar upp íslendingiT‘ Sjálfum þótti honum rétti staðurinn vera við gafl Landsbankans á horninu á Pósthússtræti og Austurstræti. „Fá mál ljet Jón Sigurðsson sig meira skifta en fjármálin. Væri það þá ekki vel til fundið að setja líkneski hans þarna hjá aðal-peningastofnun landsins? Hvergi í borginni er meiri umferð en á þessu svæði: Bryggja, pósthús, bankar og aðalverslanir.“23 Endanleg niðurstaða, eftir atkvæðagreiðslu á borgarafundi, var sú að stytta Jóns stæði á túninu við syðri enda Stjórnarráðsins og horfði, rétt eins og Jónas, til vesturs.24 Næstu fjögur ár stóðu þeir félag- arnir hvor sínum megin við Bankastræti og vörð- uðu leiðina út úr bænum. Staðsetning þeirra og umræðan um hana vekur athygli á því hvernig Stjórnarráðið, Mennta- skólinn, Landsbankinn og Alþingishúsið römmuðu í raun inn miðbæ Reykja- víkur á þessum tíma. Það má líkja þessum bygging- um við fjóra kastala, svo vísað sé í gamalt enskt heiti hróksins, en styttun- um við kónga eða drottn- ingar. íslenska þjóðhetjan og íslenska þjóðskáldið standa í öndvegi öðrum megin á skákborðinu en dansk-íslenski myndhöggv- arinn hefur sambærilega stöðu á hinum enda taflsins. Vissulega er freistandi að sjá þá fyrir sér sem oddvita andstæðra póla í pólitískri refskák síns tíma, þar sem sambandslagamálið skyggði á öll önnur viðfangsefni. Það flækir hins vegar myndina að þegar líkneskinu af Jóni Sigurðssyni var valinn staður var þegar gert ráð fyrir að við nyrðra horn Stjórnarráðsins kæmi stytta af dönskum konungi.25
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.