Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 27

Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 27
andvari JÓN SIGURÐSSON 1811-2011 25 eða einfaldlega Jónungar. Laugardaginn 19. ágúst 1871 komu hins vegar 17 þingmenn saman á sal Lærða skólans og var þar formlega stofnaður stjórn- málaflokkur Jóns Sigurðssonar sem þeir kölluðu Hið íslenska þjóðvinafélag. Jón sjálfur var kosinn formaður og átti flokkurinn að lúta forystu hans í einu og öllu og standa straum af baráttu hans á íslandi og í Kaupmannahöfn. Árið 1874 hóf Hið íslenska þjóðvinafélag að gefa út Andvara sem kom í staðinn fyrir Nýfélagsrit sem Jón hætti að gefa út. VIII Mikilla þjóðfrelsishreyfinga gætti meðal íslendinga þegar þau Jón og Ingi- þjörg komu til þings 1873. Hann sat Þingvallafund áður en Alþingi var sett og þar voru samþykktar tillögur sem byggðust í raun á fullkomnum skilnaði niilli landanna með þeirri undantekningu að konungssambandið átti að hald- ast. Þetta fór langt fram úr því sem Jón taldi hyggilegt og ráðlegt á þessu stigi málsins. Hann vissi að í undirbúningi var að íslendingar fengju stjórnarskrá þar sem Alþingi yrði fært takmarkað löggjafarvald og fjárveitingavald. Starf hans á þinginu um sumarið fór því mikið í að dempa hinar róttæku kröfur °g var að lokum samþykkt þar tillaga þar sem konungnum var nánast gefið sjálfdæmi um að færa Islendingum stjórnarskrá. Arið 1874 var haldið upp á þúsund ára afmæli landnáms á íslandi. Kom konungurinn sjálfur, í fyrsta sinn í sögunni, til íslands. Þetta var Kristján IX sem kom með fríðu föruneyti til að vera viðstaddur hátíðarhöldin. Hafði hann í farteski sínu stjórnarskrá fyrir íslendinga sem veitti þeim miklar úrbætur og þakka mátti að mörgu leyti baráttu Jóns Sigurðssonar. En það vakti athygli, bæði heima og erlendis, að Jóni var ekki boðið á hátíðina og var hann þó forseti Alþingis. Indriði Einarsson hagfræðingur og skáld, sem þá var í Kaupmannahöfn, segist hafa spurt Oddgeir Stephensen, sem var for- stöðumaður íslensku stjórnardeildarinnar í Kaupmannahöfn, af hverju Jóni hefði ekki verið boðið og hann svaraði á þessa lund: „Það gat stjórnin ekki gert. Ef Jón Sigurðsson hefði komið heim með konunginum þá hefðu allir íslendingar þyrpst utan um hann og hann hefði skyggt á konunginn sjálfan en til þess mátti stjórnin ekki með neinu móti stofna“. Ýmsar lýsingar eru til á fasi Jóns og framgöngu á þingi. Jón Ólafsson, síðar ntstjóri, var þingskrifari á þinginu 1867. Hann lýsti Jóni svo: „Mér er sérstaklega minnisstæð ein ræða hans í stjórnarskrármálinu á þessu þingi. Fyrri part ræðunnar flutti hann svo að hann hafði hendurnar í huxnavösunum og stóð beinn. En er leið á ræðuna hélt hann þumalfingrunum 1 vestishandvegina eða axlaböndin undir þeim sitt hvoru megin.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.