Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 67

Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 67
ANDVARI JÓN SIGURÐSSON OG VESTFIRÐINGAR 65 eigið ráðgefandi þing.2 Þar setti hann fram þá skoðun að þingið ætti að vera í Reykjavík, en ekki á Þingvöllum, líkt og flestir höfðu lagt til fram að því. Þetta sýnir að strax í upphafi stjórnmálaferils síns var hann tilbúinn að berjast fyrir skoðun sinni, þó hann vissi að margir, jafnvel meirihluti landsmanna, væru henni ósammála. Hann ígrundaði vel hvert mál og rökstuddi skoð- anir sínar vandlega (og oft í löngu máli) í Félagsritunum. í öðrum og þriðja árgangi Nýrra félagsrita kom enn ritgerð um Alþingi, en einnig um skólamál á Islandi og verslunarhætti. Með skrifum sínum í Ný félagsrit og greinaskrifum í dönsk blöð ávann Jón Sigurðsson sér stöðu sem helsti málsvari þjóðarinnar í samskiptum við dönsk yfirvöld. Þegar konungurinn, sem enn var einvalds- konungur, gaf út tilskipun um að stofnað skyldi ráðgefandi þing í Reykjavík og að fulltrúar skyldu kosnir úr öllum sýslum landsins í almennum kosn- ingum, var ekki að spyrja að margir litu til Jóns um að taka þar sæti. Fyrstu kosningar til Alþingis fóru fram vorið 1844. Hver sýsla landsins kaus einn fulltrúa og Reykjavík einnig, alls 20 þingmenn. Lúðvík Kristjáns- son segir í riti sínu um Vestlendinga að Páll Melsteð, fyrrum herbergis- félagi Jóns í Kaupmannahöfn, hafi fyrstur nefnt að hann gerðist þingmaður. Sumarið 1842 skrifar hann Jóni og óskar þess að hann væri orðinn kennari við Latínuskólann „og kæmist svo að þingmannaborðinu."3 Aldrei varð Jón kennari á íslandi, en hitt gekk eftir. Ári síðar segir Jón frá því í bréfi til Páls að hann hafi látið setja sig á kjörskrá í Vesturamtinu til að vera kandídat í Isafjarðarsýslu, því þar eigi hann jörð. „Nú kemur upp á ísfirðinga, hvað þeir s_e§ja, en þeir verða líklega svo hyggnir að vara sig á mér og velja mig ekki. Ég verð þá (auðvitað) snögglega reiður og þykist þeim of góður."4 Jón þurfti ekki að vera með nein látalæti varðandi viðtökur ísfirðinga, þó hann hafi viljað hafa varann á. Hann vissi að tveir menn höfðu þá þegar byrjað að agitera fyrir honum vestra og orðið vel ágengt. Það voru þeir Magnús Einarsson útvegsbóndi á Hvilft í Önundarfirði og Ólafur E. Johnsen tilyonandi mágur Jóns, prestur á Stað á Reykjanesi. Ólafur tók sér ferð vestur í Önundarfjörð snemma sumars 1843 til að ræða við Magnús á Hvilft.5 Giska má á hvað þeim hefur farið á milli, því Magnús gerði í kjölfarið víðreist um sýsluna til að afla Jóni liðveislu. Þriðji maðurinn sem mest beitti sér fyrir Jón var Gísli ívarsson stúdent og verslunarþjónn á ísafirði. Hann sjálfur hafði ekki kosningarétt, því hann átti ekki jörð eða húseign og hafði ekki lokið embættisprófi. En hann var einn heitasti stuðningsmaður Jóns alla tíð og fullyrti í bréfi til hans í júlí 1843: „Það held ég allir menn vilji kjósa yður hér í sýslu."6 Veturinn 1844 var orðið altalað að Jón yrði í framboði hjá Isfirðingum. Jörðin sem gerði Jóni kleift að vera í framboði, var Gljúfurá, fyrir innan Hrafnseyri í Auðkúluhreppi. Afi hans og nafni hafði ánafnað honum ungum tiu hundruð í Auðkúlu og faðir hans síðar haft makaskipti á þeim jarðarhluta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.