Andvari - 01.01.2011, Page 67
andvari
JÓN SIGURÐSSON OG VESTFIRÐINGAR
65
eigið ráðgefandi þing.2 Þar setti hann fram þá skoðun að þingið ætti að vera
í Reykjavík, en ekki á Þingvöllum, líkt og flestir höfðu lagt til fram að því.
Þetta sýnir að strax í upphafi stjórnmálaferils síns var hann tilbúinn að berjast
fyrir skoðun sinni, þó hann vissi að margir, jafnvel meirihluti landsmanna,
væru henni ósammála. Hann ígrundaði vel hvert mál og rökstuddi skoð-
anir sínar vandlega (og oft í löngu máli) í Félagsritunum. í öðrum og þriðja
árgangi Nýrra félagsrita kom enn ritgerð um Alþingi, en einnig um skólamál á
Islandi og verslunarhætti. Með skrifum sínum í Ný félagsrit og greinaskrifum
í dönsk blöð ávann Jón Sigurðsson sér stöðu sem helsti málsvari þjóðarinnar
í samskiptum við dönsk yfirvöld. Þegar konungurinn, sem enn var einvalds-
konungur, gaf út tilskipun um að stofnað skyldi ráðgefandi þing í Reykjavík
og að fulltrúar skyldu kosnir úr öllum sýslum landsins í almennum kosn-
ingum, var ekki að spyrja að margir litu til Jóns um að taka þar sæti.
Fyrstu kosningar til Alþingis fóru fram vorið 1844. Hver sýsla landsins
kaus einn fulltrúa og Reykjavík einnig, alls 20 þingmenn. Lúðvík Kristjáns-
son segir í riti sínu um Vestlendinga að Páll Melsteð, fyrrum herbergis-
félagi Jóns í Kaupmannahöfn, hafi fyrstur nefnt að hann gerðist þingmaður.
Sumarið 1842 skrifar hann Jóni og óskar þess að hann væri orðinn kennari
við Latínuskólann „og kæmist svo að þingmannaborðinu.“3 Aldrei varð Jón
kennari á íslandi, en hitt gekk eftir. Ári síðar segir Jón frá því í bréfi til Páls
að hann hafi látið setja sig á kjörskrá í Vesturamtinu til að vera kandídat í
Isafjarðarsýslu, því þar eigi hann jörð. „Nú kemur upp á ísfirðinga, hvað þeir
sýgja, en þeir verða líklega svo hyggnir að vara sig á mér og velja mig ekki.
Ég verð þá (auðvitað) snögglega reiður og þykist þeim of góður.‘4
Jón þurfti ekki að vera með nein látalæti varðandi viðtökur ísfirðinga,
þó hann hafi viljað hafa varann á. Hann vissi að tveir menn höfðu þá þegar
byrjað að agitera fyrir honum vestra og orðið vel ágengt. Það voru þeir
Magnús Einarsson útvegsbóndi á Hvilft í Önundarfirði og Ólafur E. Johnsen
tilvonandi mágur Jóns, prestur á Stað á Reykjanesi. Ólafur tók sér ferð vestur
I Önundarfjörð snemma sumars 1843 til að ræða við Magnús á Hvilft.5 Giska
má á hvað þeim hefur farið á milli, því Magnús gerði í kjölfarið víðreist um
sýsluna til að afla Jóni liðveislu. Þriðji maðurinn sem mest beitti sér fyrir
Jón var Gísli ívarsson stúdent og verslunarþjónn á ísafirði. Hann sjálfur
hafði ekki kosningarétt, því hann átti ekki jörð eða húseign og hafði ekki
lokið embættisprófi. En hann var einn heitasti stuðningsmaður Jóns alla
tíð og fullyrti í bréfi til hans í júlí 1843: „Það held ég allir menn vilji kjósa
yður hér í sýslu.“6 Veturinn 1844 var orðið altalað að Jón yrði í framboði hjá
Isfirðingum.
Jörðin sem gerði Jóni kleift að vera í framboði, var Gljúfurá, fyrir innan
Hrafnseyri í Auðkúluhreppi. Afi hans og nafni hafði ánafnað honum ungum
hu hundruð í Auðkúlu og faðir hans síðar haft makaskipti á þeim jarðarhluta