Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 70
68
SIGURÐUR PÉTURSSON
ANDVARI
um bréfaskriftir frá Kaupmannahöfn. Þar að auki sinnti Jón margvíslegum
útréttingum í Kaupmannahöfn fyrir stuðningsmenn sína í ísafjarðarsýslu,
sem og aðra. Slík þingmannaviðvik og greiðasemi hafði þá ekki fengið á sig
neikvæðan stimpil. Enda var Jón ekki í opinberri stöðu og ekki í stjórn sjóða
eða banka og varla verður hann sakaður um kjördæmapot, því greiðasemi
hans var ekki bundin við fólk úr hans eigin kjördæmi.13
í Kaupmannahöfn áttu viðdvöl til lengri og skemmri tíma margir landar
Jóns og hann byggði upp það sem nú væri kallað víðtækt tengslanet. Kaup-
menn, sem einhvers máttu sín, höfðu vetursetu í Kaupmannahöfn til að
sinna viðskiptum. Ungir karlmenn sigldu til náms í höfuðborginni í Kaup-
mannahafnarháskóla eða í iðnnám, verslunarnám og skipstjórnarnám. Þannig
kynntust margir Jóni persónulega og urðu fyrir áhrifum af honum. Nefna má
til dæmis kaupmennina Asgeir Asgeirsson og Lárus A. Snorrason á ísafirði
og Hjálmar Jónsson og Torfa Halldórsson á Flateyri. Jón Sigurðsson hélt
uppi tengslum við stuðningsmenn sína í ísafjarðarsýslu, á Vestfjörðum og um
allt land með víðtækum bréfaskriftum og með persónulegum tengslum við
menntamenn, kaupmenn og aðra íslendinga sem dvöldu í Kaupmannahöfn.
Hann þurfti ekki að heimsækja kjördæmi sitt til þess.
Jón Sigurdsson heilsaði tvisvar upp á kjósendur
Alþingi kom saman í fyrsta sinn í Reykjavík sumarið 1845. Jón Sigurðsson
sigldi þá til íslands í fyrsta sinn frá því hann yfirgaf ættjörðina tólf árum fyrr
og notaði ennfremur ferðina til að giftast heitkonu sinni, Ingibjörgu Einars-
dóttur, sem beðið hafði hans alla þessa löngu og erfiðu vetur. Hafa menn velt
vöngum yfir þeirri ráðabreytni Jóns^ að sinna ekki meira um unnustu sína
þessi tólf ár, en það er önnur saga. Áður en Jón settist á þing sumarið 1845
lét hann verða af því að ferðast vestur í kjördæmi sitt. Við vitum að hann fór
landveg vestur um, sótti heim frænda sinn og tilvonandi mág, séra Ólaf á Stað
í Reykhólasveit, átti fund með þremur bændum í Kollafirði í Gufudalssveit og
heimsótti foreldra sína á Rafnseyri.14 Jón dvaldi aðeins nokkra daga á æsku-
slóðum, en væntalega hefur hann hitt fyrir bændur í nágrenninu. Þá hélt hann
norður yfir Hrafnseyrarheiði í Dýrafjörð, um Gemlufallsheiði í Önundarfjörð
og Breiðadalsheiði til ísafjarðar. Þetta var í fyrsta sinn sem Jón Sigurðsson
kom til ísafjarðar og í fyrsta sinn sem hann hitti heitustu stuðningsmenn sína,
varaþingmanninn Magnús Einarsson á Hvilft og Gísli ívarsson verslunarþjón
á ísafirði. Á ísafirði hélt Jón kjósendafund, áður en hann hélt áfram ferð
sinni inn Djúp og yfir í Strandasýslu þaðan sem hann varð samferða þing-
manni Stranda, Ásgeiri Einarssyni, bóður Magnúsar á Hvilft, til hins fyrsta
Alþingis.15 Jón Sigurðsson var eini þingmaðurinn sem hélt opinberan fund