Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2011, Síða 70

Andvari - 01.01.2011, Síða 70
68 SIGURÐUR PÉTURSSON ANDVARI um bréfaskriftir frá Kaupmannahöfn. Þar að auki sinnti Jón margvíslegum útréttingum í Kaupmannahöfn fyrir stuðningsmenn sína í ísafjarðarsýslu, sem og aðra. Slík þingmannaviðvik og greiðasemi hafði þá ekki fengið á sig neikvæðan stimpil. Enda var Jón ekki í opinberri stöðu og ekki í stjórn sjóða eða banka og varla verður hann sakaður um kjördæmapot, því greiðasemi hans var ekki bundin við fólk úr hans eigin kjördæmi.13 í Kaupmannahöfn áttu viðdvöl til lengri og skemmri tíma margir landar Jóns og hann byggði upp það sem nú væri kallað víðtækt tengslanet. Kaup- menn, sem einhvers máttu sín, höfðu vetursetu í Kaupmannahöfn til að sinna viðskiptum. Ungir karlmenn sigldu til náms í höfuðborginni í Kaup- mannahafnarháskóla eða í iðnnám, verslunarnám og skipstjórnarnám. Þannig kynntust margir Jóni persónulega og urðu fyrir áhrifum af honum. Nefna má til dæmis kaupmennina Asgeir Asgeirsson og Lárus A. Snorrason á ísafirði og Hjálmar Jónsson og Torfa Halldórsson á Flateyri. Jón Sigurðsson hélt uppi tengslum við stuðningsmenn sína í ísafjarðarsýslu, á Vestfjörðum og um allt land með víðtækum bréfaskriftum og með persónulegum tengslum við menntamenn, kaupmenn og aðra íslendinga sem dvöldu í Kaupmannahöfn. Hann þurfti ekki að heimsækja kjördæmi sitt til þess. Jón Sigurdsson heilsaði tvisvar upp á kjósendur Alþingi kom saman í fyrsta sinn í Reykjavík sumarið 1845. Jón Sigurðsson sigldi þá til íslands í fyrsta sinn frá því hann yfirgaf ættjörðina tólf árum fyrr og notaði ennfremur ferðina til að giftast heitkonu sinni, Ingibjörgu Einars- dóttur, sem beðið hafði hans alla þessa löngu og erfiðu vetur. Hafa menn velt vöngum yfir þeirri ráðabreytni Jóns^ að sinna ekki meira um unnustu sína þessi tólf ár, en það er önnur saga. Áður en Jón settist á þing sumarið 1845 lét hann verða af því að ferðast vestur í kjördæmi sitt. Við vitum að hann fór landveg vestur um, sótti heim frænda sinn og tilvonandi mág, séra Ólaf á Stað í Reykhólasveit, átti fund með þremur bændum í Kollafirði í Gufudalssveit og heimsótti foreldra sína á Rafnseyri.14 Jón dvaldi aðeins nokkra daga á æsku- slóðum, en væntalega hefur hann hitt fyrir bændur í nágrenninu. Þá hélt hann norður yfir Hrafnseyrarheiði í Dýrafjörð, um Gemlufallsheiði í Önundarfjörð og Breiðadalsheiði til ísafjarðar. Þetta var í fyrsta sinn sem Jón Sigurðsson kom til ísafjarðar og í fyrsta sinn sem hann hitti heitustu stuðningsmenn sína, varaþingmanninn Magnús Einarsson á Hvilft og Gísli ívarsson verslunarþjón á ísafirði. Á ísafirði hélt Jón kjósendafund, áður en hann hélt áfram ferð sinni inn Djúp og yfir í Strandasýslu þaðan sem hann varð samferða þing- manni Stranda, Ásgeiri Einarssyni, bóður Magnúsar á Hvilft, til hins fyrsta Alþingis.15 Jón Sigurðsson var eini þingmaðurinn sem hélt opinberan fund
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.