Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 80

Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 80
78 ÞORVALDUR GYLFASON ANDVARI (tíu krónu seðla, hundrað, fimm hundruð og þúsund krónu seðla). Myndin af stjórnmálahugmyndum hans og hugsjónum er eigi að síður hreyfð í hugum þjóðarinnar. Enn hefur heildarritsafn Jóns Sigurðssonar ekki verið gefið út, heldur eru einungis til fáein úrvöl ritgerða hans og bréfa á víð og dreif, og bækur hans eru nú sjaldgæfar. Hirðuleysið um heildarútgáfu á verkum Jóns, svo mikilvirkur rithöfundur sem hann var og svo mikil áhrif sem rit hans höfðu á sinni tíð, kann að ríma við þá staðreynd, að ríkir hagsmunir voru lengi og eru enn við það bundnir, að skoðunum Jóns á frjálsum millilanda- viðskiptum væri ekki flíkað um of. Eftir fráfall Jóns forseta 1879 gusu upp á Alþingi sjónarmið, sem voru andstæð helztu hugmyndum Jóns og mörkuðu fráhvarf frá þeim. Tvö dæmi duga til að bregða birtu á málið. í stjórnskipunarmálinu varðandi frambúðarsamband íslands við Danmörku kom fram einstrengingsleg hugmynd Benedikts Sveinssonar þingforseta og annarra um fyrirkomulag aukinnar sjálfstjórnar Islands, hugmynd, sem danska stjórnin gat að svo stöddu ekki fellt sig við og drap málið í dróma í rösk tuttugu ár eða allar götur þar til Valtý Guðmundssyni tókst með lagni að leysa hnútinn og leggja grunninn að sjálfstjórn, sem reyndist síðan heima- stjórn 1904. Hefði Jóni Sigurðssyni enzt aldur, hefði hann trúlega reynt að forðast að hanga fastur á stjórnskipulegum formsatriðum og hefði reynt að stýra sambandinu við Dani fyrr í þann farveg, sem Valtý Guðmundssyni tókst síðar að beina málinu í. Jón var eins og Valtýr gætinn stjórnmálamaður og hygginn, hann aðhylltist hagnýtar lausnir frekar en formfasta hugmyndafræði og forðaðist allan ofsa í skoðunum og málflutningi um menn og málsefni. Til dæmis taldi Jón af hagnýtum ástæðum heppilegra að endurreisa Alþingi 1845 í Reykjavík frekar en á Þingvöllum eins og margir samherjar hans hefðu heldur kosið með bjarmann frá þjóðveldisöld fyrir augum. í fjárkláðanum síðari skömmu fyrir 1860, þegar landsmenn deildu harkalega um, hvort rétt væri að baða fé eða skera niður, sagði Jón: „Hvort sem menn nú vilja með sjálfum sér hafa niðurskurð eða ekki niðurskurð, þá held ég að þeim beri þó samt fyrst á það að líta, hvað vér getum fengið framkvæmt og hvað ekki.“ Jón leit svo á í ljósi nýrra rannsókna um dýralækningar, að fjárböðun væri framkvæmanleg, og gerðist í félagi við Jón Hjaltalín landlækni erindreki dönsku stjórnarinnar í málinu. Jón rak sig þá á harða andstöðu þeirra, sem heimtuðu niðurskurð, en það voru einkum Norðlendingar, sem vildu, að fé á Suðurlandi og Vesturlandi yrði skorið niður, áður en kláðinn bærist norður. Landið logaði árum saman í illdeilum vegna þessa máls, sem leiddi meðal annars til þess, að Jón forseti kom ekki heim til íslands í sex ár samfleytt að lokinni þessari rimmu, 1859-1865. Jón var í fjárkláðamálinu sakaður um að ganga erinda Dana - hann, sem átti ásamt Valtý Guðmundssyni allra mestan þátt í að búa í haginn fyrir heimastjórn 1904. Hvergi í gögnum málsins er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.