Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 60

Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 60
5 8 SVERRIR JAKOBSSON þar sem hann túlkar samskipti íslendinga við konungsvaldið á 13. öld.43 í upphafi kemur fram að hann telur að þessir atburðir hafi „orðið undirrót lángrar ógæfu fyrir land og lýð, eptir að landmenn höfðu mist sjálfsforræði sitt og fornt frelsi". Sökudólgurinn er að mati Jóns einn: Hákon Hákonarson Noregskonungur. Þegar Sturla Sighvatsson freistar að leggja undir sig ísland 1235-1238 telur Jón „auðsætt, að allr ójöfnuður [Sturlu] og flokkadrættir, manndráp og tjón bæði hans og annara höfðíngja, var kveykt af kolum Hákonar konúngs, og fyrir hans tilstilli". Jón er einnig afdráttarlaus um til- drög þess að konungur eignaðist jarðir Snorra Sturlusonar: Eptir því sem af sögunum verðr frekast séð, hefir Snorri þá enn hvorki afsalað sér goðorð sitt eða eignir, hvorki til konungs eða Skúla hertoga. Hákon konúngr átti því engan rétt á að slá sinni hendi yfir góz hans, enda er aldrei sögð nein sennileg ástæða til, hversvegna hann hafi gjört það. Þá telur Jón auðsýnt að ,,[f]rá þeim tíma að hinir norrænu biskupar komu til íslands eru þess mörg sýnileg merki, að konúngr gekk í miklu meiri berhögg við íslendinga en fyr, með ýmsu móti". Þá bendir Jón á að ,,[s]tefna tímans og aldarháttr, og hugsunarháttr manna um þessar mundir, sem allr hallaðist að ófrelsi og hjátrú, var einnig konúngi til mikillar styrktar". Um Vilhjálm kardínála, sem krýndi Hákon til konungs 1247, segir Jón að hann hafi verið „svo margkeyptr, að hann var öldúngis á konúngs valdi". Jón nefnir farbönn konungs á skip til íslands sem dæmi um kúgunartæki hans, en það krefst þó nokkurra útskýringa við, þar sem Jón var talsmaður frjálsrar verslunar og andvígur því að takmarka utanlandsviðskipti við eitt land. Þá gerir hann ráð fyrir að íslendingar hljóti að hafa átt sameiginlegra hagsmuna að gæta í verslunarmálum: Bönn þessi og verkanir þeirra lýsa einnig því, að samgaungur íslendínga hafa um þessar mundir verið nær eingaungu við Noreg, því hefði ekki svo verið, þá hefði bönn konúngs orðið framar Noregi til skaða en íslandi, af því fslendíngar hefði þá hætt að fara til Noregs og farið til annara landa, enda má það og undra oss nú, að þeir skyldi ekki gjöra það, og hefir það verið hið nákomna þjóðlega samband, sem var milli Noregsmanna og Islendínga, er hefir valdið þessu. Jón skýrir hins vegar ekki nánar í hverju þetta „þjóðlega samband" var falið að hans mati. Jón reynir svo að greina á milli mismunandi gerða Gamla sáttmála og kemst að þeirri niðurstöðu að nokkur handrit sýni sáttmálann „svo sem hann var í fyrstu samþykktr á alþíngi 1262" en önnur séu viðbætur frá 1263 og 1264. Undir þetta tóku ekki allir fræðimenn á hans dögum. Þeir Peter Andreas Munch og Konrad Maurer töldu báðir að sum handrit sáttmálans ættu við samþykkt sem alþingi íslendinga hefði sent Hákoni Magnússyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.