Andvari - 01.01.2011, Page 60
58
SVERRIR JAKOBSSON
ANDVARI
þar sem hann túlkar samskipti íslendinga við konungsvaldið á 13. öld.43 í
upphafi kemur fram að hann telur að þessir atburðir hafi „orðið undirrót
lángrar ógæfu fyrir land og lýð, eptir að landmenn höfðu mist sjálfsforræði
sitt og fornt frelsi“. Sökudólgurinn er að mati Jóns einn: Hákon Hákonarson
Noregskonungur. Þegar Sturla Sighvatsson freistar að leggja undir sig ísland
1235-1238 telur Jón „auðsætt, að allr ójöfnuður [Sturlu] og flokkadrættir,
manndráp og tjón bæði hans og annara höfðíngja, var kveykt af kolum
Hákonar konúngs, og fyrir hans tilsti 11 i“. Jón er einnig afdráttarlaus um til-
drög þess að konungur eignaðist jarðir Snorra Sturlusonar:
Eptir því sem af sögunum verðr frekast séð, hefir Snorri þá enn hvorki afsalað sér
goðorð sitt eða eignir, hvorki til konungs eða Skúla hertoga. Hákon konúngr átti því
engan rétt á að slá sinni hendi yfir góz hans, enda er aldrei sögð nein sennileg ástæða
til, hversvegna hann hafi gjört það.
Þá telur Jón auðsýnt að ,,[f]rá þeim tíma að hinir norrænu biskupar komu til
íslands eru þess mörg sýnileg merki, að konúngr gekk í miklu meiri berhögg
við íslendinga en fyr, með ýmsu móti“. Þá bendir Jón á að ,,[s]tefna tímans
og aldarháttr, og hugsunarháttr manna um þessar mundir, sem allr hallaðist
að ófrelsi og hjátrú, var einnig konúngi til mikillar styrktar“. Um Vilhjálm
kardínála, sem krýndi Hákon til konungs 1247, segir Jón að hann hafi verið
„svo margkeyptr, að hann var öldúngis á konúngs valdi“.
Jón nefnir farbönn konungs á skip til íslands sem dæmi um kúgunartæki
hans, en það krefst þó nokkurra útskýringa við, þar sem Jón var talsmaður
frjálsrar verslunar og andvígur því að takmarka utanlandsviðskipti við eitt
land. Þá gerir hann ráð fyrir að Islendingar hljóti að hafa átt sameiginlegra
hagsmuna að gæta í verslunarmálum:
Bönn þessi og verkanir þeirra lýsa einnig því, að samgaungur Íslendínga hafa um þessar
mundir verið nær eingaungu við Noreg, því hefði ekki svo verið, þá hefði bönn konúngs
orðið framar Noregi til skaða en íslandi, af því Íslendíngar hefði þá hætt að fara til
Noregs og farið til annara landa, enda má það og undra oss nú, að þeir skyldi ekki gjöra
það, og hefir það verið hið nákomna þjóðlega samband, sem var milli Noregsmanna og
Islendínga, er hefir valdið þessu.
Jón skýrir hins vegar ekki nánar í hverju þetta „þjóðlega samband“ var falið
að hans mati.
Jón reynir svo að greina á milli mismunandi gerða Gamla sáttmála og
kemst að þeirri niðurstöðu að nokkur handrit sýni sáttmálann „svo sem
hann var í fyrstu samþykktr á alþíngi 1262“ en önnur séu viðbætur frá 1263
og 1264. Undir þetta tóku ekki allir fræðimenn á hans dögum. Þeir Peter
Andreas Munch og Konrad Maurer töldu báðir að sum handrit sáttmálans
ættu við samþykkt sem alþingi íslendinga hefði sent Hákoni Magnússyni