Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 118

Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 118
116 ÁOÚST ÞÓR ÁRNASON ANDVARI Þessu fylgdi svo enn ein tillaga til vara (aukavaratillaga) um að boðað yrði til þjóðfundar ef allt um þryti og lagt fyrir hann stjórnarskrárfrumvarp í samræmi við frumvarp nefndarinnar. Konungur féllst ekki á að staðfesta stjórnarskrárfrumvarpið en varð við óskum Alþingis um að setja íslandi stjórnarskrá og gerði hann það án atbeina Ríkisþingsins og án samþykkis Alþingis. Stjórnarskráin um hin sjerstaklegu málefni Islendinga öðlaðist gildi 2. ágúst 1874 og slapp Kristján IX. því við að koma tómhentur á þjóðhátíðina þegar þegnar hans fögnuðu 1000 ára byggð á íslandi. Stjórnarskrá Islands Fullyrða má að landsmenn hafi almennt verið sáttir við niðurstöðuna í „stjórnarbótamálinu" (stjórnarskrármálið) þótt sitt sýndist hverjum.10 í grein Jóns Sigurðssonar Stjórnarskrá Islands, sem birtist í Andvara haustið 1874, hafði hann margt við efni hennar að athuga en þó ekki síður að hún skyldi valdboðin (þ. oktroyiert).11 Greinin er mikil að vöxtum og rekur Jón í henni stöðu íslands og réttindi frá öndverðu og gerir skilmerkilega grein fyrir frelsisbaráttu íslendinga á 19. öld. Þegar nær dregur samtíma Jóns verður atburða- og efnisgreiningin ítarlegri. Hann lýsir af mikilli nákvæmni átökum þeirra þjóðkjörnu þingmanna sem lengst vildu ganga í frelsis- og stjórnskip- unarmálum við þingmenn konungs og fylgismenn þeirra. Samkvæmt því sem Jón skrifar keyrir um þverbak þegar meirihlutinn samþykkir yfirlýsingar um að stöðulögin séu gildislaus án atbeina Alþingis og að Alþingi, fyrir Islands hönd, taki við greiðslu úr ríkissjóði Danmerkur í hinn íslenska landssjóð án þess að það geti talist viðurkenning á að „öll skuldaskipti milli ríkissjóðsins og íslands sé þarmeð á enda kljáð" (bls. 86). í grein Jóns segir að með auglýsingu konungs, dagsettri 23. maí 1873, hafi því verið haldið fram að fjárlög af öllu tagi „liggi alveg fyrir utan verksvið þíngsins" og ennfremur að skuldaskipti Danmerkur og Islands séu á enda kljáð „með lögum 2. Januar 1871". Konungur hafi ennfremur skírskotað til stjórnarskrárfrumvarpanna frá 1867 og 1871 og talið þau hafa borið órækan vott um einlægan vilja til að gefa íslandi stjórnskipun sem veitti „lands- mönnum hið sama frelsi og hin sömu réttindi, sem þegnum Vorum í konúngs- ríkinu" en ekki sé ætlunin að leggja fram nýtt stjórnskipunarfrumvarp fyrir Alþingi „en vera reiðubúinn til að verða við óskum þeim, sem kynni að koma fram frá íslands hálfu um stjórnarskipan, sem sé byggð á þeim grundvelli, er geti samrýmzt ríkisstjórnartilhögun þeirri sem nú er, og hinni óaðskiljanlegu heild ríkisins" (bls. 89). Jón Sigurðsson lýsir því í stuttu en greinargóðu máli hvernig málum hafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.