Andvari - 01.01.2011, Side 118
116
ÁGÚST ÞÓR ÁRNASON
ANDVARI
Þessu fylgdi svo enn ein tillaga til vara (aukavaratillaga) um að boðað yrði
til þjóðfundar ef allt um þryti og lagt fyrir hann stjórnarskrárfrumvarp í
samræmi við frumvarp nefndarinnar.
Konungur féllst ekki á að staðfesta stjórnarskrárfrumvarpið en varð við
óskum Alþingis um að setja íslandi stjórnarskrá og gerði hann það án atbeina
Ríkisþingsins og án samþykkis Alþingis. Stjórnarskráin um hin sjerstaklegu
málefni Islendinga öðlaðist gildi 2. ágúst 1874 og slapp Kristján IX. því við
að koma tómhentur á þjóðhátíðina þegar þegnar hans fögnuðu 1000 ára byggð
á Islandi.
Stjórnarskrá íslands
Fullyrða má að landsmenn hafi almennt verið sáttir við niðurstöðuna í
„stjórnarbótamálinu“ (stjórnarskrármálið) þótt sitt sýndist hverjum.10 í grein
Jóns Sigurðssonar Stjórnarskrá íslands, sem birtist í Andvara haustið 1874,
hafði hann margt við efni hennar að athuga en þó ekki síður að hún skyldi
valdboðin (þ. oktroyiert).11 Greinin er mikil að vöxtum og rekur Jón í henni
stöðu Islands og réttindi frá öndverðu og gerir skilmerkilega grein fyrir
frelsisbaráttu íslendinga á 19. öld. Þegar nær dregur samtíma Jóns verður
atburða- og efnisgreiningin ítarlegri. Hann lýsir af mikilli nákvæmni átökum
þeirra þjóðkjörnu þingmanna sem lengst vildu ganga í frelsis- og stjórnskip-
unarmálum við þingmenn konungs og fylgismenn þeirra. Samkvæmt því sem
Jón skrifar keyrir um þverbak þegar meirihlutinn samþykkir yfirlýsingar um
að stöðulögin séu gildislaus án atbeina Alþingis og að Alþingi, fyrir Islands
hönd, taki við greiðslu úr ríkissjóði Danmerkur í hinn íslenska landssjóð án
þess að það geti talist viðurkenning á að „öll skuldaskipti milli ríkissjóðsins
og íslands sé þarmeð á enda kljáð“ (bls. 86).
í grein Jóns segir að með auglýsingu konungs, dagsettri 23. maí 1873, hafi
því verið haldið fram að fjárlög af öllu tagi „liggi alveg fyrir utan verksvið
þíngsins“ og ennfremur að skuldaskipti Danmerkur og íslands séu á enda
kljáð „með lögum 2. Januar 1871“. Konungur hafi ennfremur skírskotað til
stjórnarskrárfrumvarpanna frá 1867 og 1871 og talið þau hafa borið órækan
vott um einlægan vilja til að gefa íslandi stjórnskipun sem veitti „lands-
mönnum hið sama frelsi og hin sömu réttindi, sem þegnum Vorum í konúngs-
ríkinu“ en ekki sé ætlunin að leggja fram nýtt stjórnskipunarfrumvarp fyrir
Alþingi „en vera reiðubúinn til að verða við óskum þeim, sem kynni að koma
fram frá íslands hálfu um stjórnarskipan, sem sé byggð á þeim grundvelli, er
geti samrýmzt ríkisstiórnartilhögun þeirri sem nú er, og hinni óaðskiljanlegu
heild ríkisins“ (bls. 89).
Jón Sigurðsson lýsir því í stuttu en greinargóðu máli hvernig málum hafi