Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 25

Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 25
andvari JÓN SIGURÐSSON 1811-2011 23 verkum skálda á borð við Bjarna Thorarensen, Jón Þorláksson á Bægisá og Jón Thoroddsen, starfaði Jón alla ævi að því að grafa upp gömul skjöl og gjörninga varðandi sögu íslands og stjórnsýslu, skýra þau og gefa út. Sér þess stað í stórvirkjum eins og íslensku fornbréfasafni, Lovsamling for lsland, Safni til sögu Islands, Skýrslum um landshagi á Islandi og Tíðindum um stjórnarmálefni íslands. Með þessu útgáfustarfi sínu veitti hann öllum opinn aðgang að gögnum um sögu íslands sem var lykilatriði í sjálfstæðisbaráttunni og í anda nútímalegra lýðræðislegra stjórnarhátta um opna stjórnsýslu. Þarna var Jón Sigurðsson langt á undan sinni samtíð. Stjórnmálabaráttu sína háði Jón Sigurðsson með ýmiss konar hætti. Fyrir utan útgáfuna á Nýjum félagsritum voru bréfaskriftir eitt helsta tæki hans til að ná til fólks en hann átti í víðtækum bréfasamskiptum við menn víðs vegar um ísland. Þar bæði hvatti hann þá til dáða en ásamt Ingibjörgu tók hann jafnfamt að sér víðtæka fyrirgreiðslu fyrir íslendinga. Þau voru eins konar sendiherrar þeirra í Kaupmannahöfn. Þar sem Alþingi var einungis ráðgefandi allt til 1874 voru bænarskrár eitt helsta tæki íslendinga til að koma óskum um úrbætur á framfæri við stjórnvöld í Kaupmannahöfn. Jón átti frumkvæði að mörgum slíkum bænarskrám og myndaðist þannig víð- tækt net undirskriftasafnana sem gerði menn virka í stjórnmálabaráttunni. Einnig hvatti hann menn til fundahalda og eru þar þekktastir Þingvallafundir, Kollabúðarfundir og Þórsnesfundir. Sjálfur tók Jón sér landsföðurlegan sess í huga íslendinga og var það með- vituð aðferð. Hann var iðinn við að láta taka af sér ljósmyndir, sem sendar voru heim, og þegar árið 1857 var fjöldaframleidd steinprentuð mynd af honum sem var dreift í öll kjördæmi landsins en lítið var þá um myndir á íslenskum heimilum. í Kaupmannahöfn hélt Jón sig ríkmannlega og var það liður í að mark væri tekið á honum á æðstu stöðum. Sjálfur virðist hann hafa haft mikla persónutöfra og hann átti auðvelt með að hrífa menn með sér hvort sem var í persónulegum viðræðum eða í ræðustól. VII Á þingunum 1857 og þó einkum 1859 lenti Jón Sigurðsson þó í nokkrum andbyr. Svokallaður fjárkláði var þá á góðri leið með að leggja búfjárræktina, höfuðatvinnuveg íslendinga, í rúst. Dönsk stjórnvöld töldu fært að lækna sjúkdóminn og sömu skoðunar var vísindamaðurinn Jón. Flestir íslendingar vildu hins vegar útrýma sjúkdómnum með niðurskurði á fé. Danska stjórnin taldi hann vera eina manninn sem hefði nægan styrk meðal þjóðarinnar til að grípa í taumana og standa fyrir lækningum á fjárkláðanum í samvinnu við dýralækna. Hann var gerður að stjórnarerindreka í málinu á háum launum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.